Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 17:41 Drepa þyrftu allt að 16.000 langreyðar til að ná fram aukningu á aflaverðmætum sem Hagfræðistofnun telur hægt að ná með hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32