Ólögmætar framkvæmdir á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð 24. janúar 2019 07:45 Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kirkjugarðar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar