Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Utanríkismál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun