Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnar hér dyr fundarherbergisins hjá sáttasemjara að loknum fundinum í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03