Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 09:51 Bjarni Ármannsson. Mynd/Iceland Seafood Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði. Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði.
Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00
Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52
Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36