Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 23. janúar 2019 08:46 Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar