Að byrja á byrjuninni Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. janúar 2019 07:30 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun