Framtakssjóðurinn Freyja í rekstri Kviku stækkaði í átta milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:15 Margit Robertet, framkvæmdastjóri Kvika. Freyja, þriðji framtakssjóðurinn í rekstri Kviku, hefur stækkað í átta milljarða króna. „Þegar hann var stofnaður í sumar var hann þrír og hálfur milljarður að stærð en áskriftarloforð stóðu í sex milljörðum króna. Sjóðnum var síðan lokað við áramótin í átta milljörðum króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í sjóðnum en jafnframt eru nokkrir einkafjárfestar meðal eigenda,“ segir Margit Robertet, forstöðumaður framtakssjóða Kviku. Bankinn leggur sjóðnum til um hálfan milljarð. Einkafjárfestar eiga um fimm prósent í sjóðnum. Um þessar mundir er fyrsta mögulega fjárfesting sjóðsins í áreiðanleikakönnun. „Henni mun vonandi ljúka fyrir lok fyrsta ársfjórðungs,“ segir hún. Margit segir ekki tímabært að gefa upp nafn fyrirtækisins eða í hvaða geira fyrirtækið starfar en nefnir að það þjónusti önnur fyrirtæki (e. business to business). Freyja mun fjárfesta í fimm til sjö meðalstórum fyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Áhersla er lögð á fyrirtæki með sterka stöðu á markaði, öfluga stjórnendur, áhugaverð vaxtartækifæri og sterkt sjóðstreymi. Almennt er miðað við að heildarvirði fyrirtækjanna, það er samanlagt virði hlutafjár og skulda, sem eru til skoðunar sé á bilinu tveir til 20 milljarðar og að hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) sé um eða yfir 200 milljónir króna. Enn fremur er mikilvægt að hluthafar fyrirtækisins hafi sameiginlega sýn á stefnu og rekstur og að góðir möguleikar séu fyrir hendi til að selja fyrirtækið eftir einhver ár. Margit segir að Freyja sé áhrifafjárfestir sem taki sæti í stjórn fyrirtækja sem sjóðurinn eigi í og beiti sér fyrir aukinni verðmætasköpun. Sjóðurinn kaupi að jafnaði 20-50 prósenta hlut í hverju fyrirtæki og stefni á að eiga hlutabréfin í fjögur til sex ár. „Við förum ekki í erfið umbreytingarverkefni þar sem fyrirtækið er komið upp að vegg.“Kynslóðaskipti í atvinnulífinuHvaða geira þykir þér spennandi að horfa til? „Það er að eiga sér kynslóðabreyting í atvinnulífinu. Eftirstríðsárabörnin (e. baby boomers) eru að komast á aldur núna og munu í ríkari mæli stíga til hliðar. Slíkum breytingum fylgja mikil tækifæri. Meðal tækifæra er að setja saman tvö, þrjú fyrirtæki og ná fram stærðarhagkvæmni og þjónustu viðskiptavini betur með nýrri vöru eða þjónustu. Fyrirtæki sem tengjast öldrun þjóðarinnar eru spennandi því þar er undirliggjandi vöxtur enda lifum við æ lengur. Þar er til dæmis horft til lyfjafyrirtækja eða þeirra sem þjónusta aldraða með einhverjum hætti. Við álítum okkur ekki vera tæknifjárfesta en það eru að verða hraðar tæknibreytingar. Það skapast tækifæri til að fjárfesta í fyrirtækjum sem þurfa fjármagn til að aðlagast breyttum veruleika. Auk þess er horft til fyrirtækja sem þjónusta önnur fyrirtæki og stofnanir en við veitum fyrirtækjum í smásölu sömuleiðis athygli vitandi vits að þar þarf að stíga varlega til jarðar vegna vaxandi samkeppni frá netinu,“ segir Margit. Stjórn Freyju tekur ákvarðanir um kaup og sölu á hlutabréfum. Stjórnina skipa Frosti Ólafsson, forstjóri ORF líftækni, Helga Árnadóttir, sem fer fyrir viðskiptaþróun hjá Bláa lóninu, og Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku. „Stjórnarmennirnir eru óháðir fjárfestum í sjóðnum, það er lífeyrissjóðunum og öðrum fjárfestum. Lífeyrissjóðir vilja ekki taka ákvarðanir um einstaka fjárfestingar í sjóðunum en við höldum þeim auðvitað upplýstum,“ segir Margit.Hvers vegna vilja lífeyrissjóðir ekki taka þær ákvarðanir? „Þeir eiga ekki að vera með puttana í atvinnurekstri. Hlutverk þeirra er að taka á móti iðgjöldum og ávaxta þau á skynsamlegan máta. Iðgjöldin koma frá launþegum. Í rekstri fyrirtækja þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir sem geta bitnað á einstaka sjóðfélögum sem starfa hjá tilteknu fyrirtæki. Af þeim sökum er heppilegra að stjórnendur lífeyrissjóða taki ekki ákvarðanir um slíkt til að tryggja hagsmuni allra sjóðfélaga en hlutverk sjóðanna er að ávaxta lífeyri landsmanna. Hægt er að nefna sem dæmi um hagsmunaárekstur, að stóra tækifærið og ógnin sem steðjar að um þessar mundir er gervigreind. Talað er um að sú tækni muni taka við verkefnum fjölda starfsmanna á vinnumarkaði. Vonandi auðnast fyrirtækjum að þjálfa þá starfsmenn sem missa sín verkefni og þeir fái fyrir vikið að vinna áhugaverðari störf.“Fjárfest fyrir tíu milljarða Kvika hefur rekið framtakssjóði í tíu ár og farið fyrir fjárfestingu í tólf fyrirtækjum fyrir yfir tíu milljarða króna. „Ég kom að stofnun fyrsta framtakssjóðs Íslands, Auðar I, þegar ég starfaði hjá Auði Capital, einum af forverum Kviku. Það tók skamman tíma að safna 3,2 milljörðum króna í áskriftarloforð og hann fór í loftið í febrúar 2008, skömmu fyrir hrun. Hins vegar hófumst við ekki handa við að fjárfesta fyrr en árið 2010 vegna erfiðra aðstæðna því efnahagsreikningar fyrirtækja voru almennt illa á sig komnir. Það er býsna seint, líftími sjóða er yfirleitt átta til tíu ár. Það má segja að fjárfestingartímabil Auðar hafi hliðrast til um tvö ár vegna hrunsins. Árið 2013 komum við á fót sjóðnum Eddu, sem var fimm milljarða sjóður, en ég tók við stjórn framtakssjóðasviðs 2014 og kom að öllum fjárfestingum hans.“ Ávöxtunarkrafa Freyju og annarra framtakssjóða í rekstri Kviku er 15-20 prósent. Brúttó ávöxtun Auðar I er um 8 prósent á ári en að teknu tilliti til kostnaðar er arðsemin 4,5 prósent á meðan brúttó ávöxtun Eddu er 20 prósent og 15 prósent eftir kostnað.Lærdómur af mistökum „Við höfum dregið ákveðinn lærdóm af rekstri Auðar I. Í fyrsta lagi að fjárfesta síður í allra minnstu fyrirtækjunum. Nema mögulega að það sé uppi ráðagerð um að kaupa og sameina tvö þrjú fyrirtæki til að ná fram stærðarhagkvæmni og að það geti staðið undir hefðbundnu stjórnendateymi. Í minni fyrirtækjum er eigandinn oft allt í öllu og reksturinn ber ekki fjármálastjóra, markaðsstjóra eða mannauðsstjóra. Í öðru lagi þarf að hafa opinn hug gagnvart því að selja fyrirtækin fyrr en áætlað var þegar tækifæri bjóðast, þótt vissulega sé markmiðið að eiga fyrirtækin eins lengi og okkur tekst að auka verðmæti þeirra. Það skiptir sömuleiðis máli að meðeigendur hafi sameiginlega sýn á framhaldið og að yfir helmingur af viðkomandi fyrirtæki verði til sölu þegar til hennar kemur ef ekki er stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað. Í þriðja lagi þurfa stjórnendur fyrirtækjanna að hafa hagsmuni af því hve vel tekst til við að selja félagið, hvort sem þeir fjárfesti í rekstrinum með sjóðnum eða séu árangurstengdir á einhvern hátt,“ segir Margit. Auður I fjárfesti í átta fyrirtækjum. Sjóðurinn hefur selt 20 prósenta hlut í Securitas, allt hlutafé Yggdrasils, 28 prósent hlut í Ölgerðinni, 15 prósenta hlut í 365/Tali og helmingshlut í Íslenska gámafélaginu. Hann á enn 81 prósents hlut í Já en Lifandi markaður og Azozo fóru í þrot.Ölgerðin var góð fjárfesting Fjárfestingin í Ölgerðinni gekk vel en sjóðurinn kom í hóp hluthafa í lok ársins 2010. Árleg ávöxtun var 28 prósent og sjóðurinn fékk fjárfestinguna 4,3 sinnum til baka. Á fjárfestingartímabilinu, sem var næstum sjö ár, jukust tekjur fyrirtækisins um 57 prósent og EBITDA um 63 prósent. Á meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka vöruþróun, taka yfir umboð á borð við Carlsberg og McCain, endurskipulagning rekstrar og hagræðing, endurfjármögnun skulda og áhersla var lögð á samfélagslega ábyrgð og umhverfismál. „Samfélagsleg ábyrgð, góðir stjórnarhættir og umhverfismál eru leiðarljós sem allir framtakssjóðir í rekstri Kviku hafa,“ segir Margit. Edda fjárfesti í fjórum fyrirtækjum. Sjóðurinn á enn 8,3 prósenta hlut í Íslandshótelum og 40 prósenta hlut í Securitas en hefur selt 25 prósenta hlut í Domino’s. Fjárfesting í Marorku var afskrifuð, en nokkrir starfsmenn Marorku keyptu íslensku starfsemina þegar móðurfélagið í Danmörku fór í þrot. Edda keypti 25 prósenta hlut í Domino’s eftir fjögurra mánaða einkaviðræður árið 2015. Fjárfestingin var einkum hugsuð til að fjármagna áform um vöxt í Noregi og Svíþjóð. Veitingastöðum í Ósló í Noregi fjölgaði úr fjórum í tólf við árslok 2016 og fyrsti staðurinn í Malmö í Svíþjóð var opnaður veturinn 2016. Sjóðurinn seldi í tveimur skrefum bréfin til Domino’s í Bretlandi, fyrst helming um mitt ár 2016 og hinn helminginn við árslok 2017. Árleg ávöxtun var 50 prósent og sjóðurinn fékk fjárfestinguna 2,3 sinnum til baka. „Við kaupin á Domino’s var rýnt í með hvaða hætti væri hægt að selja fyrirtækið eftir nokkur ár. Stórar Domino’s-keðjur eru skráðar á hlutabréfamarkað, eins og starfsemin í Bretlandi og í Ástralíu. Bretar höfðu áður keypt reksturinn í Sviss og Ástralar starfsemina í Þýskalandi. Domino’s í Dúbaí hafði sýnt rekstrinum á Íslandi áhuga. Við töldum því nokkuð líklegt að það yrði erlendur áhugi á félaginu enda með starfsemi í Noregi og Svíþjóð en í því voru fólgin mikil tækifæri til vaxtar. Það sem þurfti að gera var að sýna fram á að veitingastaðirnir gætu gengið vel á hinum Norðurlöndunum. Um leið og það gekk eftir sýndu Bretarnir áhuga. Sá áhugi kom einu til tveimur árum fyrr en við höfðum vænst. Á þeim tíma hefðum við ekki getað sagt: „Nei, við viljum eiga félagið í tvö ár til viðbótar.“ Þeir höfðu jú bankað á dyrnar núna en hver veit hver áhuginn yrði eftir tvö ár. Fyrirliggjandi vöxtur kallaði auk þess á umtalsvert fjármagn til viðbótar til að byggja upp starfsemina í Svíþjóð og Noregi. Á þessum tíma voru verðkennitölur Domino’s í Bretlandi háar og þeir því reiðubúnir að kaupa félagið á góðu verði. Domino’s er dæmi um fjárfestingu þar sem aukið virði má rekja til tekjuvaxtar, hærra framlegðarhlutfalls og hærri verðkennitalna. Þegar við gerum okkar áætlanir er aldrei gert ráð fyrir því að verðkennitölurnar verði hærri eftir nokkur ár. Við erum varfærin í þeim efnum,“ segir Margit.Aðrar verðhugmyndir en fyrir áriHefur verð á fyrirtækjum farið lækkandi í takt við breyttar aðstæður í efnahagslífinu? „Við finnum að verðhugmyndir seljenda eru aðrar en fyrir tólf til átján mánuðum. Á þeim tíma var orðið erfitt að ná saman. Í rekstri Eddu komum við auga á áhugavert fyrirtæki í árslok 2017 en fjárfestingartímabili sjóðsins lauk í apríl 2018. Við gerðum tilboð en náðum ekki saman vegna þess að það var of langt á milli verðhugmynda. Að því sögðu er nú óvissa uppi um hver niðurstaða kjarasamninga verður. Við lítum málið þeim augum, að ef fjárfesta á í öflugu fyrirtæki og ráðast í ákveðnar breytingar, skiptir ekki sköpum hvort það verði keypt núna eða eftir ár. Mögulega mun muna einhverju á verðkennitölum en það mun aldrei fara á gjafaprís nema fyrirtækið sé komið í afar slæma stöðu. Freyja fjárfestir til langs tíma og við búum við þann sveigjanleika að ráða hvort selt er eftir þrjú til fjögur ár eða fimm til sjö ár. Hagsveiflur hafa tilhneigingu til að vara í fimm til átta ár. Þess vegna er nú góður tími til að hefja þriggja ára fasa þar sem ráðist er í fjárfestingar. Sennilega munum við kaupa fyrirtæki á ágætis verði núna og vonandi getum við selt þau eftir fjögur til sex ár.“Kortleggja strax kaupendurHvernig gengur að selja félög til samkeppnisaðila á jafn litlum markaði og Ísland er? „Við förum ekki í fjárfestingu nema við séum búin að huga vel að því hverjir mögulegir kaupendur gætu verið. Við erum hikandi við að fjárfesta í fyrirtækjum þegar það er bara einn mögulegur kaupandi í kortunum. Þá er samningsstaðan engin. Við þær aðstæður skiptir máli að fyrirtækið sé af þeirri stærð að aðrir framtakssjóðir kunni að hafa áhuga á félaginu eða ef það er ekki ýkja stórt gætu einkafjárfestar sýnt því áhuga. Það geta margar leiðir verið færar við sölu, hvort sem það er skráning á hlutabréfamarkað, sala til keppinauta, framtakssjóða eða einkafjárfesta. Sem dæmi má nefna að Íslandshótel er ansi stórt fyrirtæki og þar eru margir möguleikar fyrir hendi. Hótelið á allar sínar fasteignir. Hægt væri að brjóta félagið upp og selja fasteignafélögum fasteignirnar eða jafnvel skrá eingöngu þær á hlutabréfamarkað. Við það yrði hótelreksturinn smærri og þá yrðu hugsanlegir kaupendur bæði framtakssjóðir og innlendir sem erlendis aðilar. Söluferli á Icelandair Hotels leiðir til dæmis í ljós að það er áhugi erlendis á hótelrekstri hérlendis.“Fáir framtaks- og lífeyrissjóðirHvert er viðhorf lífeyrissjóða gagnvart framtakssjóðum? „Það er afar jákvætt. Lífeyrissjóðir eru uppistaða í fjárfestahópnum í öllum okkar framtakssjóðum. Þær fjárfestingar falla vel að þörfum lífeyrissjóða. Þeir eru í eðli sínu langtímafjárfestar en líftími sjóða er eins og fyrr segir almennt tíu til tólf ár. Lífeyrissjóðir fá jafnframt við það tækifæri til að fjárfesta í meðalstórum óskráðum fyrirtækjum sem þeim stendur alla jafna ekki til boða en geta verið góðir fjárfestingarkostir. Með slíkum fjárfestingum ná þeir auk þess að styðja við bakið á íslensku atvinnulífi, sem er að einhverju leyti þeirra hlutverk ásamt því að ávaxta fjármagn á skynsamlegan máta. Þeir hafa í gegnum tíðina fjárfest erlendis í erlendum framtakssjóðum. Vandinn er sá að það eru tiltölulega fáir framtakssjóðir hérlendis og fáir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðir hafa því í einhverjum tilvikum fjárfest í öllum framtakssjóðunum og það getur komið upp sú staða að einn framtakssjóður selur til annars. Því skal haldið til haga að við seljum ekki fyrirtækin vegna þess að við höfum ekki trú á rekstri þeirra lengur. Heldur er ástæðan tvíþætt. Annars vegar sú að sjóðir hafa takmarkaðan líftíma og samkvæmt samningi við eigendur þarf að skila fjármunum til þeirra innan tiltekins tíma. Hins vegar förum við af stað með ákveðna hugmynd um hvaða stefnu eigi að taka með fyrirtækin okkar til að ná fram virðisaukningu – og vonandi tekst að koma henni til leiðar – en að því loknu er rétt að annar eigandi taki við keflinu. Ég er þeirrar skoðunar að heppilegra sé að lífeyrissjóðir velji sér tvo til þrjá rekstraraðila sjóða sem þeir treysta. Ég er raunar einnig þeirrar skoðunar þegar kemur að fjárfestingum lífeyrissjóða á hlutabréfamarkaði á Íslandi, það er fjárfesta ekki í öllum félögunum í tilteknum geira, en kannski er markaðurinn hérlendis of lítill til þess að þeir geti leyft sér það.“Fjóra stærstu þarf til Eins og Margit nefnir fjármagna lífeyrissjóðir að mestu leyti framtakssjóði landsins. Spurð nefnir hún að fjórir af stærstu lífeyrissjóðum landsins þurfi alla jafna að taka þátt þegar safnað er fé í sjóði. Það er vegna þess að lögum samkvæmt má hver lífeyrissjóður ekki eiga meira en 20 prósent í hverjum sjóði. „Okkur vantar fleiri tegundir af fjárfestum. Tryggingafélögin hafa af og til fjárfest í framtakssjóðum og sum þeirra hafa fjárfest beint í einstökum fyrirtækjum með framtakssjóði. En með því að fjárfesta fremur í framtakssjóði fæst áhættudreifing,“ segir hún.Hvernig gengur að fá einkafjárfesta til að binda fé í sjóði í tíu til tólf ár? „Það þarf ekki að binda fé í svo langan tíma. Gefum okkur að efnaður einkafjárfestir leggi til 50 til 100 milljónir króna. Fyrir fjárfesti sem á einn til tvo milljarða er ekki óeðlilegt að ráðstafa slíku hlutfalli í framtakssjóð. Fjárfestirinn leggur ekki allt féð í sjóðinn samstundis heldur er kallað inn eftir fjármunum yfir þriggja ára fjárfestingartímabil. En vissulega þarf að hafa það til reiðu þegar á þarf að halda. Að meðaltali er fjárhæðin bundin í fimm ár.“ Hvernig gengur að safna í framtakssjóði þegar innlendi hlutabréfamarkaðurinn hefur gefið lítið af sér undanfarin tvö ár. Eykur það áhugann á framtakssjóðum? „Nei, þróun hlutabréfamarkaðarins hefur ekki haft áhrif á söfnun í sjóðina.“Hverjar eru þóknanir framtakssjóða Kviku? „Það er 1,5 prósenta umsýsluþóknun af eignum í stýringu sem standa á undir rekstrarkostnaði og svo er 20 prósenta árangurstenging háð skilyrðum. Í tilviki Freyju miðast hún við að það náist 10 prósenta lágmarksávöxtun en hjá Auði og Eddu var miðað við átta prósent. Það þarf að vera til staðar hvatakerfi til að skapa umhverfi sem ýtir undir góðan árangur.“Starfaði í París og London í 13 ár Margit Robertet er hálf norsk en alin upp á Íslandi frá tveggja ára aldri. „Ég gekk í Versló, lærði viðskiptafræði í Boulder í Colorado-fylki í Bandaríkjunum og fór svo í MBA-nám í Rotterdam School of Management í Hollandi. Að námi loknu hóf ég störf á fjárfestingarbankasviði Barclays í London og var þar í þrjú ár en því næst lá leiðin til Parísar þar sem ég starfaði hjá Credit Suisse í tíu ár við fyrirtækjaráðgjöf. Ég kom svo heim árið 2005 og fór fyrir lánasviði Straums, eins af forverum Kviku, en hætti síðla árs 2007 og tók þátt í að stofna Auði Capital, sem einmitt er líka forveri Kviku, ásamt Kristínu Pétursdóttur og Höllu Tómasdóttur. Ég hef unnið við kaup og sölu fyrirtækja og fjármögnun þeirra meira og minna í 25 ár.“ Íslenskir bankar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Freyja, þriðji framtakssjóðurinn í rekstri Kviku, hefur stækkað í átta milljarða króna. „Þegar hann var stofnaður í sumar var hann þrír og hálfur milljarður að stærð en áskriftarloforð stóðu í sex milljörðum króna. Sjóðnum var síðan lokað við áramótin í átta milljörðum króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í sjóðnum en jafnframt eru nokkrir einkafjárfestar meðal eigenda,“ segir Margit Robertet, forstöðumaður framtakssjóða Kviku. Bankinn leggur sjóðnum til um hálfan milljarð. Einkafjárfestar eiga um fimm prósent í sjóðnum. Um þessar mundir er fyrsta mögulega fjárfesting sjóðsins í áreiðanleikakönnun. „Henni mun vonandi ljúka fyrir lok fyrsta ársfjórðungs,“ segir hún. Margit segir ekki tímabært að gefa upp nafn fyrirtækisins eða í hvaða geira fyrirtækið starfar en nefnir að það þjónusti önnur fyrirtæki (e. business to business). Freyja mun fjárfesta í fimm til sjö meðalstórum fyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Áhersla er lögð á fyrirtæki með sterka stöðu á markaði, öfluga stjórnendur, áhugaverð vaxtartækifæri og sterkt sjóðstreymi. Almennt er miðað við að heildarvirði fyrirtækjanna, það er samanlagt virði hlutafjár og skulda, sem eru til skoðunar sé á bilinu tveir til 20 milljarðar og að hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) sé um eða yfir 200 milljónir króna. Enn fremur er mikilvægt að hluthafar fyrirtækisins hafi sameiginlega sýn á stefnu og rekstur og að góðir möguleikar séu fyrir hendi til að selja fyrirtækið eftir einhver ár. Margit segir að Freyja sé áhrifafjárfestir sem taki sæti í stjórn fyrirtækja sem sjóðurinn eigi í og beiti sér fyrir aukinni verðmætasköpun. Sjóðurinn kaupi að jafnaði 20-50 prósenta hlut í hverju fyrirtæki og stefni á að eiga hlutabréfin í fjögur til sex ár. „Við förum ekki í erfið umbreytingarverkefni þar sem fyrirtækið er komið upp að vegg.“Kynslóðaskipti í atvinnulífinuHvaða geira þykir þér spennandi að horfa til? „Það er að eiga sér kynslóðabreyting í atvinnulífinu. Eftirstríðsárabörnin (e. baby boomers) eru að komast á aldur núna og munu í ríkari mæli stíga til hliðar. Slíkum breytingum fylgja mikil tækifæri. Meðal tækifæra er að setja saman tvö, þrjú fyrirtæki og ná fram stærðarhagkvæmni og þjónustu viðskiptavini betur með nýrri vöru eða þjónustu. Fyrirtæki sem tengjast öldrun þjóðarinnar eru spennandi því þar er undirliggjandi vöxtur enda lifum við æ lengur. Þar er til dæmis horft til lyfjafyrirtækja eða þeirra sem þjónusta aldraða með einhverjum hætti. Við álítum okkur ekki vera tæknifjárfesta en það eru að verða hraðar tæknibreytingar. Það skapast tækifæri til að fjárfesta í fyrirtækjum sem þurfa fjármagn til að aðlagast breyttum veruleika. Auk þess er horft til fyrirtækja sem þjónusta önnur fyrirtæki og stofnanir en við veitum fyrirtækjum í smásölu sömuleiðis athygli vitandi vits að þar þarf að stíga varlega til jarðar vegna vaxandi samkeppni frá netinu,“ segir Margit. Stjórn Freyju tekur ákvarðanir um kaup og sölu á hlutabréfum. Stjórnina skipa Frosti Ólafsson, forstjóri ORF líftækni, Helga Árnadóttir, sem fer fyrir viðskiptaþróun hjá Bláa lóninu, og Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku. „Stjórnarmennirnir eru óháðir fjárfestum í sjóðnum, það er lífeyrissjóðunum og öðrum fjárfestum. Lífeyrissjóðir vilja ekki taka ákvarðanir um einstaka fjárfestingar í sjóðunum en við höldum þeim auðvitað upplýstum,“ segir Margit.Hvers vegna vilja lífeyrissjóðir ekki taka þær ákvarðanir? „Þeir eiga ekki að vera með puttana í atvinnurekstri. Hlutverk þeirra er að taka á móti iðgjöldum og ávaxta þau á skynsamlegan máta. Iðgjöldin koma frá launþegum. Í rekstri fyrirtækja þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir sem geta bitnað á einstaka sjóðfélögum sem starfa hjá tilteknu fyrirtæki. Af þeim sökum er heppilegra að stjórnendur lífeyrissjóða taki ekki ákvarðanir um slíkt til að tryggja hagsmuni allra sjóðfélaga en hlutverk sjóðanna er að ávaxta lífeyri landsmanna. Hægt er að nefna sem dæmi um hagsmunaárekstur, að stóra tækifærið og ógnin sem steðjar að um þessar mundir er gervigreind. Talað er um að sú tækni muni taka við verkefnum fjölda starfsmanna á vinnumarkaði. Vonandi auðnast fyrirtækjum að þjálfa þá starfsmenn sem missa sín verkefni og þeir fái fyrir vikið að vinna áhugaverðari störf.“Fjárfest fyrir tíu milljarða Kvika hefur rekið framtakssjóði í tíu ár og farið fyrir fjárfestingu í tólf fyrirtækjum fyrir yfir tíu milljarða króna. „Ég kom að stofnun fyrsta framtakssjóðs Íslands, Auðar I, þegar ég starfaði hjá Auði Capital, einum af forverum Kviku. Það tók skamman tíma að safna 3,2 milljörðum króna í áskriftarloforð og hann fór í loftið í febrúar 2008, skömmu fyrir hrun. Hins vegar hófumst við ekki handa við að fjárfesta fyrr en árið 2010 vegna erfiðra aðstæðna því efnahagsreikningar fyrirtækja voru almennt illa á sig komnir. Það er býsna seint, líftími sjóða er yfirleitt átta til tíu ár. Það má segja að fjárfestingartímabil Auðar hafi hliðrast til um tvö ár vegna hrunsins. Árið 2013 komum við á fót sjóðnum Eddu, sem var fimm milljarða sjóður, en ég tók við stjórn framtakssjóðasviðs 2014 og kom að öllum fjárfestingum hans.“ Ávöxtunarkrafa Freyju og annarra framtakssjóða í rekstri Kviku er 15-20 prósent. Brúttó ávöxtun Auðar I er um 8 prósent á ári en að teknu tilliti til kostnaðar er arðsemin 4,5 prósent á meðan brúttó ávöxtun Eddu er 20 prósent og 15 prósent eftir kostnað.Lærdómur af mistökum „Við höfum dregið ákveðinn lærdóm af rekstri Auðar I. Í fyrsta lagi að fjárfesta síður í allra minnstu fyrirtækjunum. Nema mögulega að það sé uppi ráðagerð um að kaupa og sameina tvö þrjú fyrirtæki til að ná fram stærðarhagkvæmni og að það geti staðið undir hefðbundnu stjórnendateymi. Í minni fyrirtækjum er eigandinn oft allt í öllu og reksturinn ber ekki fjármálastjóra, markaðsstjóra eða mannauðsstjóra. Í öðru lagi þarf að hafa opinn hug gagnvart því að selja fyrirtækin fyrr en áætlað var þegar tækifæri bjóðast, þótt vissulega sé markmiðið að eiga fyrirtækin eins lengi og okkur tekst að auka verðmæti þeirra. Það skiptir sömuleiðis máli að meðeigendur hafi sameiginlega sýn á framhaldið og að yfir helmingur af viðkomandi fyrirtæki verði til sölu þegar til hennar kemur ef ekki er stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað. Í þriðja lagi þurfa stjórnendur fyrirtækjanna að hafa hagsmuni af því hve vel tekst til við að selja félagið, hvort sem þeir fjárfesti í rekstrinum með sjóðnum eða séu árangurstengdir á einhvern hátt,“ segir Margit. Auður I fjárfesti í átta fyrirtækjum. Sjóðurinn hefur selt 20 prósenta hlut í Securitas, allt hlutafé Yggdrasils, 28 prósent hlut í Ölgerðinni, 15 prósenta hlut í 365/Tali og helmingshlut í Íslenska gámafélaginu. Hann á enn 81 prósents hlut í Já en Lifandi markaður og Azozo fóru í þrot.Ölgerðin var góð fjárfesting Fjárfestingin í Ölgerðinni gekk vel en sjóðurinn kom í hóp hluthafa í lok ársins 2010. Árleg ávöxtun var 28 prósent og sjóðurinn fékk fjárfestinguna 4,3 sinnum til baka. Á fjárfestingartímabilinu, sem var næstum sjö ár, jukust tekjur fyrirtækisins um 57 prósent og EBITDA um 63 prósent. Á meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka vöruþróun, taka yfir umboð á borð við Carlsberg og McCain, endurskipulagning rekstrar og hagræðing, endurfjármögnun skulda og áhersla var lögð á samfélagslega ábyrgð og umhverfismál. „Samfélagsleg ábyrgð, góðir stjórnarhættir og umhverfismál eru leiðarljós sem allir framtakssjóðir í rekstri Kviku hafa,“ segir Margit. Edda fjárfesti í fjórum fyrirtækjum. Sjóðurinn á enn 8,3 prósenta hlut í Íslandshótelum og 40 prósenta hlut í Securitas en hefur selt 25 prósenta hlut í Domino’s. Fjárfesting í Marorku var afskrifuð, en nokkrir starfsmenn Marorku keyptu íslensku starfsemina þegar móðurfélagið í Danmörku fór í þrot. Edda keypti 25 prósenta hlut í Domino’s eftir fjögurra mánaða einkaviðræður árið 2015. Fjárfestingin var einkum hugsuð til að fjármagna áform um vöxt í Noregi og Svíþjóð. Veitingastöðum í Ósló í Noregi fjölgaði úr fjórum í tólf við árslok 2016 og fyrsti staðurinn í Malmö í Svíþjóð var opnaður veturinn 2016. Sjóðurinn seldi í tveimur skrefum bréfin til Domino’s í Bretlandi, fyrst helming um mitt ár 2016 og hinn helminginn við árslok 2017. Árleg ávöxtun var 50 prósent og sjóðurinn fékk fjárfestinguna 2,3 sinnum til baka. „Við kaupin á Domino’s var rýnt í með hvaða hætti væri hægt að selja fyrirtækið eftir nokkur ár. Stórar Domino’s-keðjur eru skráðar á hlutabréfamarkað, eins og starfsemin í Bretlandi og í Ástralíu. Bretar höfðu áður keypt reksturinn í Sviss og Ástralar starfsemina í Þýskalandi. Domino’s í Dúbaí hafði sýnt rekstrinum á Íslandi áhuga. Við töldum því nokkuð líklegt að það yrði erlendur áhugi á félaginu enda með starfsemi í Noregi og Svíþjóð en í því voru fólgin mikil tækifæri til vaxtar. Það sem þurfti að gera var að sýna fram á að veitingastaðirnir gætu gengið vel á hinum Norðurlöndunum. Um leið og það gekk eftir sýndu Bretarnir áhuga. Sá áhugi kom einu til tveimur árum fyrr en við höfðum vænst. Á þeim tíma hefðum við ekki getað sagt: „Nei, við viljum eiga félagið í tvö ár til viðbótar.“ Þeir höfðu jú bankað á dyrnar núna en hver veit hver áhuginn yrði eftir tvö ár. Fyrirliggjandi vöxtur kallaði auk þess á umtalsvert fjármagn til viðbótar til að byggja upp starfsemina í Svíþjóð og Noregi. Á þessum tíma voru verðkennitölur Domino’s í Bretlandi háar og þeir því reiðubúnir að kaupa félagið á góðu verði. Domino’s er dæmi um fjárfestingu þar sem aukið virði má rekja til tekjuvaxtar, hærra framlegðarhlutfalls og hærri verðkennitalna. Þegar við gerum okkar áætlanir er aldrei gert ráð fyrir því að verðkennitölurnar verði hærri eftir nokkur ár. Við erum varfærin í þeim efnum,“ segir Margit.Aðrar verðhugmyndir en fyrir áriHefur verð á fyrirtækjum farið lækkandi í takt við breyttar aðstæður í efnahagslífinu? „Við finnum að verðhugmyndir seljenda eru aðrar en fyrir tólf til átján mánuðum. Á þeim tíma var orðið erfitt að ná saman. Í rekstri Eddu komum við auga á áhugavert fyrirtæki í árslok 2017 en fjárfestingartímabili sjóðsins lauk í apríl 2018. Við gerðum tilboð en náðum ekki saman vegna þess að það var of langt á milli verðhugmynda. Að því sögðu er nú óvissa uppi um hver niðurstaða kjarasamninga verður. Við lítum málið þeim augum, að ef fjárfesta á í öflugu fyrirtæki og ráðast í ákveðnar breytingar, skiptir ekki sköpum hvort það verði keypt núna eða eftir ár. Mögulega mun muna einhverju á verðkennitölum en það mun aldrei fara á gjafaprís nema fyrirtækið sé komið í afar slæma stöðu. Freyja fjárfestir til langs tíma og við búum við þann sveigjanleika að ráða hvort selt er eftir þrjú til fjögur ár eða fimm til sjö ár. Hagsveiflur hafa tilhneigingu til að vara í fimm til átta ár. Þess vegna er nú góður tími til að hefja þriggja ára fasa þar sem ráðist er í fjárfestingar. Sennilega munum við kaupa fyrirtæki á ágætis verði núna og vonandi getum við selt þau eftir fjögur til sex ár.“Kortleggja strax kaupendurHvernig gengur að selja félög til samkeppnisaðila á jafn litlum markaði og Ísland er? „Við förum ekki í fjárfestingu nema við séum búin að huga vel að því hverjir mögulegir kaupendur gætu verið. Við erum hikandi við að fjárfesta í fyrirtækjum þegar það er bara einn mögulegur kaupandi í kortunum. Þá er samningsstaðan engin. Við þær aðstæður skiptir máli að fyrirtækið sé af þeirri stærð að aðrir framtakssjóðir kunni að hafa áhuga á félaginu eða ef það er ekki ýkja stórt gætu einkafjárfestar sýnt því áhuga. Það geta margar leiðir verið færar við sölu, hvort sem það er skráning á hlutabréfamarkað, sala til keppinauta, framtakssjóða eða einkafjárfesta. Sem dæmi má nefna að Íslandshótel er ansi stórt fyrirtæki og þar eru margir möguleikar fyrir hendi. Hótelið á allar sínar fasteignir. Hægt væri að brjóta félagið upp og selja fasteignafélögum fasteignirnar eða jafnvel skrá eingöngu þær á hlutabréfamarkað. Við það yrði hótelreksturinn smærri og þá yrðu hugsanlegir kaupendur bæði framtakssjóðir og innlendir sem erlendis aðilar. Söluferli á Icelandair Hotels leiðir til dæmis í ljós að það er áhugi erlendis á hótelrekstri hérlendis.“Fáir framtaks- og lífeyrissjóðirHvert er viðhorf lífeyrissjóða gagnvart framtakssjóðum? „Það er afar jákvætt. Lífeyrissjóðir eru uppistaða í fjárfestahópnum í öllum okkar framtakssjóðum. Þær fjárfestingar falla vel að þörfum lífeyrissjóða. Þeir eru í eðli sínu langtímafjárfestar en líftími sjóða er eins og fyrr segir almennt tíu til tólf ár. Lífeyrissjóðir fá jafnframt við það tækifæri til að fjárfesta í meðalstórum óskráðum fyrirtækjum sem þeim stendur alla jafna ekki til boða en geta verið góðir fjárfestingarkostir. Með slíkum fjárfestingum ná þeir auk þess að styðja við bakið á íslensku atvinnulífi, sem er að einhverju leyti þeirra hlutverk ásamt því að ávaxta fjármagn á skynsamlegan máta. Þeir hafa í gegnum tíðina fjárfest erlendis í erlendum framtakssjóðum. Vandinn er sá að það eru tiltölulega fáir framtakssjóðir hérlendis og fáir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðir hafa því í einhverjum tilvikum fjárfest í öllum framtakssjóðunum og það getur komið upp sú staða að einn framtakssjóður selur til annars. Því skal haldið til haga að við seljum ekki fyrirtækin vegna þess að við höfum ekki trú á rekstri þeirra lengur. Heldur er ástæðan tvíþætt. Annars vegar sú að sjóðir hafa takmarkaðan líftíma og samkvæmt samningi við eigendur þarf að skila fjármunum til þeirra innan tiltekins tíma. Hins vegar förum við af stað með ákveðna hugmynd um hvaða stefnu eigi að taka með fyrirtækin okkar til að ná fram virðisaukningu – og vonandi tekst að koma henni til leiðar – en að því loknu er rétt að annar eigandi taki við keflinu. Ég er þeirrar skoðunar að heppilegra sé að lífeyrissjóðir velji sér tvo til þrjá rekstraraðila sjóða sem þeir treysta. Ég er raunar einnig þeirrar skoðunar þegar kemur að fjárfestingum lífeyrissjóða á hlutabréfamarkaði á Íslandi, það er fjárfesta ekki í öllum félögunum í tilteknum geira, en kannski er markaðurinn hérlendis of lítill til þess að þeir geti leyft sér það.“Fjóra stærstu þarf til Eins og Margit nefnir fjármagna lífeyrissjóðir að mestu leyti framtakssjóði landsins. Spurð nefnir hún að fjórir af stærstu lífeyrissjóðum landsins þurfi alla jafna að taka þátt þegar safnað er fé í sjóði. Það er vegna þess að lögum samkvæmt má hver lífeyrissjóður ekki eiga meira en 20 prósent í hverjum sjóði. „Okkur vantar fleiri tegundir af fjárfestum. Tryggingafélögin hafa af og til fjárfest í framtakssjóðum og sum þeirra hafa fjárfest beint í einstökum fyrirtækjum með framtakssjóði. En með því að fjárfesta fremur í framtakssjóði fæst áhættudreifing,“ segir hún.Hvernig gengur að fá einkafjárfesta til að binda fé í sjóði í tíu til tólf ár? „Það þarf ekki að binda fé í svo langan tíma. Gefum okkur að efnaður einkafjárfestir leggi til 50 til 100 milljónir króna. Fyrir fjárfesti sem á einn til tvo milljarða er ekki óeðlilegt að ráðstafa slíku hlutfalli í framtakssjóð. Fjárfestirinn leggur ekki allt féð í sjóðinn samstundis heldur er kallað inn eftir fjármunum yfir þriggja ára fjárfestingartímabil. En vissulega þarf að hafa það til reiðu þegar á þarf að halda. Að meðaltali er fjárhæðin bundin í fimm ár.“ Hvernig gengur að safna í framtakssjóði þegar innlendi hlutabréfamarkaðurinn hefur gefið lítið af sér undanfarin tvö ár. Eykur það áhugann á framtakssjóðum? „Nei, þróun hlutabréfamarkaðarins hefur ekki haft áhrif á söfnun í sjóðina.“Hverjar eru þóknanir framtakssjóða Kviku? „Það er 1,5 prósenta umsýsluþóknun af eignum í stýringu sem standa á undir rekstrarkostnaði og svo er 20 prósenta árangurstenging háð skilyrðum. Í tilviki Freyju miðast hún við að það náist 10 prósenta lágmarksávöxtun en hjá Auði og Eddu var miðað við átta prósent. Það þarf að vera til staðar hvatakerfi til að skapa umhverfi sem ýtir undir góðan árangur.“Starfaði í París og London í 13 ár Margit Robertet er hálf norsk en alin upp á Íslandi frá tveggja ára aldri. „Ég gekk í Versló, lærði viðskiptafræði í Boulder í Colorado-fylki í Bandaríkjunum og fór svo í MBA-nám í Rotterdam School of Management í Hollandi. Að námi loknu hóf ég störf á fjárfestingarbankasviði Barclays í London og var þar í þrjú ár en því næst lá leiðin til Parísar þar sem ég starfaði hjá Credit Suisse í tíu ár við fyrirtækjaráðgjöf. Ég kom svo heim árið 2005 og fór fyrir lánasviði Straums, eins af forverum Kviku, en hætti síðla árs 2007 og tók þátt í að stofna Auði Capital, sem einmitt er líka forveri Kviku, ásamt Kristínu Pétursdóttur og Höllu Tómasdóttur. Ég hef unnið við kaup og sölu fyrirtækja og fjármögnun þeirra meira og minna í 25 ár.“
Íslenskir bankar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira