Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 19:00 Guðmundur Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af álagi leikmanna. vísir/getty Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00