„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 „Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul. Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira
„Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul.
Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira