Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. Getty/TF-Images Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira