Innlent

Um helmingur lækna vill endurskoða reglur um frítökurétt

Sighvatur Jónsson skrifar
Fjórir af hverjum tíu læknum segjast vinna fleiri en 50 klukkustundir á ári í yfirvinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir.
Fjórir af hverjum tíu læknum segjast vinna fleiri en 50 klukkustundir á ári í yfirvinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Vísir/Vilhelm
Ríflega helmingur lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni þar sem meðal annars er kannaður hugur þeirra til kjaramála. Sex af hverjum tíu telja að fastakaup á gæsluvöktum sé ekki nægjanlegt og fjórir af hverjum tíu læknum telja að greiðsla vegna yfirvinnu í útkalli sé ekki nægjanleg. Þá telur um helmingur lækna að endurskoða þurfi reglur um frítökurétt.

Ríflega 40% lækna vinna fleiri en 50 klukkustundir á ári í yfirvinnu sem þeir segjast ekki fá greitt fyrir, 5% þeirra segja ógreidda yfirvinnu á ári nema meira en 500 klukkustundum.

Komið hefur fram að tveir af hverjum þremur læknum telja sig vera undir of miklu álagi. Í könnuninni er spurt hvort læknar viti hvert þeir geti leitað vegna álags eða streitutengdra vandamála. Flestir segjast leita til fjölskyldu og vina, ríflega 40%. Fjórðungur veit ekki hvert hann á að leita. Um þriðjungur lækna segist leita til fagaðila, ýmist innan eða utan vinnustaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×