Varla vatnsleysi í laxveiðiánum næsta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 22. janúar 2019 10:46 Það verður líklega gott vatn í ánum í sumar ef það heldur áfram að snjóa svona mikið. Í ársbyrjun voru veiðimenn frekar áhyggjufullir vegna þess að það var auð jörð víða um land og sáralítill ef nokkur snjór í fjöllum. Það sem veiðimenn höfðu auðvitað áhyggjur af var að það stefndi í auman vatnsbúskap í laxveiðiánum en sá ótti virðist nú vera horfinn úr hugum manna. Nú snjóar vel um allt land og samkvæmt spám er ekkert lát á snjókomunni næstu daga ásamt því að það á að frysta vel en það skiptir miklu máli til að binda snjóinn vel niður. Það voru einhverjir sem höfðu orð á því að bóka minna af veiðileyfum á komandi sumri vegna þess að það leit út fyrir vatnsleysi en það er ljóst að þeir sem mestar áhyggjur höfðu hafa tekið gleði sína á ný. Ef nágranni þinn er syngjandi glaður að skafa bílinn og moka snjó gætu verið ansi miklar líkur á að hann sé mikið á skíðum eða veiðimaður. Báðir þessir hópar brosa sínu breiðasta í dag. Mest lesið Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði
Í ársbyrjun voru veiðimenn frekar áhyggjufullir vegna þess að það var auð jörð víða um land og sáralítill ef nokkur snjór í fjöllum. Það sem veiðimenn höfðu auðvitað áhyggjur af var að það stefndi í auman vatnsbúskap í laxveiðiánum en sá ótti virðist nú vera horfinn úr hugum manna. Nú snjóar vel um allt land og samkvæmt spám er ekkert lát á snjókomunni næstu daga ásamt því að það á að frysta vel en það skiptir miklu máli til að binda snjóinn vel niður. Það voru einhverjir sem höfðu orð á því að bóka minna af veiðileyfum á komandi sumri vegna þess að það leit út fyrir vatnsleysi en það er ljóst að þeir sem mestar áhyggjur höfðu hafa tekið gleði sína á ný. Ef nágranni þinn er syngjandi glaður að skafa bílinn og moka snjó gætu verið ansi miklar líkur á að hann sé mikið á skíðum eða veiðimaður. Báðir þessir hópar brosa sínu breiðasta í dag.
Mest lesið Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Veiði