Drónarnir á Gatwick kostuðu EasyJet milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:12 Vélar Easyjet á Gatwick-flugvelli. Getty/Education Images Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42