Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sighvatur Jónsson skrifa 21. janúar 2019 22:26 Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira