Almyrkvinn sást vel í Bolungarvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 14:24 Ein af fjölmörgum myndum sem Hafþór náði af almyrkanum í nótt. Hafþór Gunnarsson Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015. Tunglmyrkvinn hófst klukkan 2:37 en á milli klukkan 04:41 og 05:43 varð tunglið almyrkvað og þá rauðleitt á himninum eins og fjallað hefur verið um á Stjörnufræðivefnum. Myrkvinn sást vel á Vestfjörðum þar sem Hafþór Gunnarsson reif sig á fætur og tók til við að mynda það sem fyrir augu bar. Tunglmyrkvar verða þegar sólin, Jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar. Þrátt fyrir það verða tunglmyrkvar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ósamsíða.Klippa: Blóðrauður máni 21. janúar Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á Jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður- og Suður-Ameríku og að öllu leyti frá Íslandi. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.Nánar má lesa um almyrkva á tungli á Stjörnufræðivefnum. Bolungarvík Vísindi Tengdar fréttir „Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Veðurskilyrði valda því að víða mun ekki sjást til himins þegar myrkvinn mun eiga sér stað. 20. janúar 2019 17:49 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015. Tunglmyrkvinn hófst klukkan 2:37 en á milli klukkan 04:41 og 05:43 varð tunglið almyrkvað og þá rauðleitt á himninum eins og fjallað hefur verið um á Stjörnufræðivefnum. Myrkvinn sást vel á Vestfjörðum þar sem Hafþór Gunnarsson reif sig á fætur og tók til við að mynda það sem fyrir augu bar. Tunglmyrkvar verða þegar sólin, Jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar. Þrátt fyrir það verða tunglmyrkvar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ósamsíða.Klippa: Blóðrauður máni 21. janúar Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á Jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður- og Suður-Ameríku og að öllu leyti frá Íslandi. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.Nánar má lesa um almyrkva á tungli á Stjörnufræðivefnum.
Bolungarvík Vísindi Tengdar fréttir „Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Veðurskilyrði valda því að víða mun ekki sjást til himins þegar myrkvinn mun eiga sér stað. 20. janúar 2019 17:49 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Veðurskilyrði valda því að víða mun ekki sjást til himins þegar myrkvinn mun eiga sér stað. 20. janúar 2019 17:49
Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15
Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00