Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 10:34 Frá vettvangi í Mexíkó þar sem sprengingin varð. AP/ Alexis Triboulard Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31