Eru börnin okkar að fá næga hreyfingu í skólum? Guðmundur Hafþórsson skrifar 21. janúar 2019 10:29 Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilsa Sund Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun