Lífið

Svona sér SNL samningaviðræður Trump við þingið fyrir sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er oft í sviðsljósi SNL.
Donald Trump er oft í sviðsljósi SNL. Mynd/SNL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynst grínþættinum Saturday Night Live endalaus uppspretta gríns á undanförnum árum. Engin breyting varð á því í fyrsta þætti ársins sem sýndur var í Bandaríkjunum á laugardaginn.

Í þættinum mætti Alec Baldwin enn á í gervi Trump er hann tók þátt í sjónvarpsþættinum Deal or No Deal. Þátturinn snerist að þessu sinni um lokun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem staðið hefur yfir frá því á síðasta ári.

Illa hefur gengið að komast um samkomulagi á þingi vegna fjárveitinga til alríkisstofnanna, ekki síst vegna þess að Trump hefur krafist þess að fá fjármagn til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur boðað á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Það hafa demókratar hins vegar ekki tekið í mál og tók SNL skemmtilegan snúning á þessu snúna deilumáli í Bandaríkjunum, sem ekki sér fyrir endann á.

Hamborgarar, skjalatöskur og helstu leikendur og gerendur í bandarískum stjórnmálum koma við sögu í þessu atriði, sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Robert de Niro mætti í SNL til að hrella syni Trump

Leikarar í bandaríska grínþættinum Saturday Night Live hafa gert óspart grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á undanförnum árum. Í þætti helgarinnar var spjótunum beint að sonum hans tveimur, Eric Trump og Donald Trump jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.