Spice Girls bolir framleiddir í þrælakistu í Bangladess Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 22:44 Úr einni af fjölmörgum saumaverksmiðjum í Bangladess. Í verksmiðjum sem þessum vinnur fólk oft við afar kröpp jör við að framleiða varning fyrir vestrænan markað. KM Asad/Getty Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“ Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira
Bolir sem framleiddir voru undir merkjum bresku stúlknasveitarinnar Spice Girls voru framleiddir í verksmiðjum í Bangladess þar sem starfsfólk vann við afar slæmar aðstæður. Starfsmennirnir, sem flestir eru konur, segjast hafa verið áreittir og svívirtir af yfirmönnum sínum. Guardian greinir frá þessu. Bolirnir voru hluti af söfnunarátaki fyrir kynjajafnréttisherferð góðgerðasamtakanna Comic Relief. Á bolnum var áletrunin #IWannaBeASpiceGirl, en á íslensku myndi það útlistast sem #ÉgVilVeraKryddPía. Bolirnir voru seldir á tæp 20 bresk pund , eða um 3130 krónur og þar af runnu rúmlega 11 pund, eða um 1725 krónur til góðgerðasamtakanna. Starfsfólkinu sem framleiddi bolina í Bangladess voru hins vegar greidd lúsarlaun, eða 35 pence á tímann. Það eru um 54 íslenskar krónur. Í samtali við Guardian sagði einn starfsmanna verksmiðjunnar, sem er að hluta til í eigu ráðherra í ríkisstjórn Bangladess, að vinnuaðstæður væri hræðilegar. „Við fáum ekki nóg borgað og við vinnum við ómannúðlegar aðstæður.“Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær heita á okkar ástkæra ylhýra, eru ekki taldar hafa vitað að bolirnir væru framleiddir með þeim hætti sem raun ber vitni.Eamonn McCormack/GettyÓlíklegt að sveitin eða samtökin hafi vitað af málinu Ekkert bendir til þess að Spice Girls eða Comic Relief hafi vitað við hvaða aðstæður bolirnir voru framleiddir. Í yfirlýsingum beggja aðila sagði að bakgrunnur smásölufyrirtækisins Represent, sem sá um sölu bolanna í nafni Spice Girs, hafi verið kannaður og farið hafi fram úttekt á siðferðisstöðlum fyrirtækisins. Stuttu síðar hafi Represent skipt um framleiðanda án vitundar meðlima Spice Girls og forsvarsmanna Comic Relief. Fyrirtækið hefur gefið það út að það beri fulla ábyrgð á málinu og kveðst tilbúið að endurgreiða öllum þeim sem keypt hefðu boli af fyrirtækinu. Þá hafa Spice Girls hvatt fyrirtækið til þess að gefa allann ágóða af braskinu til góðgerðarfélaga sem berjast gegn vinnu við ómannúðlegar aðstæður í verksmiðjum eins og þeirri sem bolirnir voru framleiddir í. Interstoff Apparels, fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna sem framleiddi bolina, segist ætla að hefja rannsókn á málinu, þrátt fyrir að hafa einnig sagt að ásakanir um bág vinnuskilyrði séu „einfaldlega ekki sannar.“
Bangladess Bretland Tónlist Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Sjá meira