Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 20. janúar 2019 21:38 Haukur Þrastarson spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti. vísir/epa Ísland tapaði stórt í öðrum leik sínum í milliriðli HM 2019 í handbolta í kvöld þegar að liðið steinlá, 31-22, á móti heimsmeisturum Frakka sem virðast ansi líklegir til að verja titilinn á þessu móti. Frakkarnir sýndu mátt sinn og megin á móti Íslandi sem var án tveggja bestu mann liðsins á mótinu, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, og komust í 6-0. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tólf mínútur en þá var markvörður Frakka búinn að skora tvívegis. Þegar að allt stefndi í algjört afhroð fór Guðmundur að hræra í liðinu og datt niður á kornunga blöndu manna sem rifu sig í gang og unnu síðustu 20 mínútur seinni hálfleik, 11-9. En, holan var vitaskuld ansi djúp. Eftir að minnka muninn mest niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks í 14-16 sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra, skoruðu sex mörk í röð og lögðu grunninn að afar sannfærandi sigri.Guðmundur Guðmundsson fer yfir málin með Elvar Erni Jónssyni.vísir/epaHaukur flaug hátt Hlutirnir fóru almennilega að gerast þegar að Haukur Þrastarson, 17 ára gamall Selfyssingur, kom inn á en þetta undrabarn af Hurðabaksættinni stýrði sóknarleik Íslands eins og herforingi og vann Ísland kaflann sem að hann var inn á með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Haukur hefur sýnt það í Olís-deildinni að hann er ekki hræddur við neitt og hann var það svo sannarlega ekki í kvöld. Honum er alveg sama hvort hann spilar á móti Gróttu eða Frakklandi. Handbolti er handbolti fyrir honum og hann er ævintýralega góður í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði og besti leikmaður Íslands, gat ekki annað en staðið upp í stúkunni og klappað þegar að Haukur skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti. Hann þrumaði þá boltanum í skrefinu framhjá Vincent Gerard í marki Frakka. Gerard hefur tvívegis orðið heimsmeistari og er markvörður Evrópumeistara Montpellier. Haukur varð bikarmeistari í fjórða flokki fyrir tveimur árum og var í vetur að selja klósettpappír í fjáröflun á milli þess sem að hann spilaði í Olís-deildinni. Hann hefur svo haldið sér uppteknum við heimalærdóm hér í Þýskalandi.Teitur Örn Einarsson lét nokkrum sinnum vaða í kvöld.vísir/gettyUngir og óhræddir Haukur stýrði sóknarleiknum með félaga sína frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson (21 árs) og Teit Örn Einarsson (20 ára) sitthvoru megin við sig. Saman mynduðu þeir útilínu Selfoss í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en voru nú þrír saman að reyna að skora á líklega bestu vörn heims. Þeir gerðu sín mistök og nóg af þeim í raun en þeir hættu aldrei að reyna. Í kringum þá voru aðrir ungir menn eins og Ýmir Örn Gíslason sem spilaði nokkrar af sínum bestu mínútum í kvöld og stórmótanýliðinn Sigvaldi Guðjónsson gaf ekkert eftir í hægra horniun. Sömuleiðis fór Ágúst Elí vel af stað í markinu. Þetta var alltaf erfitt án manna eins og Arons og Arnórs en á móti fékk íslenska þjóðin heilt forréttaborð af framtíðarleikmönnum Íslands og horfði á þá fylla vel á reynslubankann. Það var ekkert hægt að biðja um meira enda mótherjinn líklega sá besti á mótinu. Og það voru ekkert bara ungu mennirnir. Strax í byrjun leiks, 4-0 undir, henti Bjarki Már Elísson sér á boltann til að bjarga innkasti. Það eru allir með í þessum samstillta og baráttuglaða hópi en gæðin voru bara langt því frá næg til að leggja Frakka í kvöld.Nicola Karabatic sækir á íslensku vörnina.vísir/gettyKlárað með gleði Nú eiga strákarnir eftir einn leik og þeir sem héldu að það yrði einhver gúmmíleikur á móti Brasilíu þurfa að endurskoða þá pælingu. Brassar, sem eru vafalítið spútniklið mótsins, gerðu sér lítið fyrir og unnu Króata í kvöld. Það eru samt aðeins nokkrar vikur síðan að Ísland vann Brasilíu á æfingamóti og auðvitað heimtum við sigur á móti Suður-Ameríkuþjóð hvort sem að Aron Pálmarsson er með eða ekki. Strákarnir fá nú tvo daga til að hvíla sig og er sá tími kærkominn enda er liðið búið að spila fjóra leiki á fimm dögum og eini hvíldardagurinn var ferðadagur. Að sjálfsögðu er þetta sturlað fyrirkomulag en eitthvað sem handboltamenn eiga að venjast. Lokaleikurinn verður prófraun út af fyrir sig. Fáum við áfram að sjá vilja og hungur þrátt fyrir áfallið í dag? Ætla menn að mæta eins til leiks á móti Brasilíu og fyrsta korterið í dag og grafa sér of djúpa holu? Ungt lið Íslands fékk allt Ísland á sitt band í kvöld með hugrekki sínu og vilja og væri ekki léleg að launa samstöðuna með sigri í lokaleiknum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42 Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ísland tapaði stórt í öðrum leik sínum í milliriðli HM 2019 í handbolta í kvöld þegar að liðið steinlá, 31-22, á móti heimsmeisturum Frakka sem virðast ansi líklegir til að verja titilinn á þessu móti. Frakkarnir sýndu mátt sinn og megin á móti Íslandi sem var án tveggja bestu mann liðsins á mótinu, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, og komust í 6-0. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tólf mínútur en þá var markvörður Frakka búinn að skora tvívegis. Þegar að allt stefndi í algjört afhroð fór Guðmundur að hræra í liðinu og datt niður á kornunga blöndu manna sem rifu sig í gang og unnu síðustu 20 mínútur seinni hálfleik, 11-9. En, holan var vitaskuld ansi djúp. Eftir að minnka muninn mest niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks í 14-16 sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra, skoruðu sex mörk í röð og lögðu grunninn að afar sannfærandi sigri.Guðmundur Guðmundsson fer yfir málin með Elvar Erni Jónssyni.vísir/epaHaukur flaug hátt Hlutirnir fóru almennilega að gerast þegar að Haukur Þrastarson, 17 ára gamall Selfyssingur, kom inn á en þetta undrabarn af Hurðabaksættinni stýrði sóknarleik Íslands eins og herforingi og vann Ísland kaflann sem að hann var inn á með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Haukur hefur sýnt það í Olís-deildinni að hann er ekki hræddur við neitt og hann var það svo sannarlega ekki í kvöld. Honum er alveg sama hvort hann spilar á móti Gróttu eða Frakklandi. Handbolti er handbolti fyrir honum og hann er ævintýralega góður í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði og besti leikmaður Íslands, gat ekki annað en staðið upp í stúkunni og klappað þegar að Haukur skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti. Hann þrumaði þá boltanum í skrefinu framhjá Vincent Gerard í marki Frakka. Gerard hefur tvívegis orðið heimsmeistari og er markvörður Evrópumeistara Montpellier. Haukur varð bikarmeistari í fjórða flokki fyrir tveimur árum og var í vetur að selja klósettpappír í fjáröflun á milli þess sem að hann spilaði í Olís-deildinni. Hann hefur svo haldið sér uppteknum við heimalærdóm hér í Þýskalandi.Teitur Örn Einarsson lét nokkrum sinnum vaða í kvöld.vísir/gettyUngir og óhræddir Haukur stýrði sóknarleiknum með félaga sína frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson (21 árs) og Teit Örn Einarsson (20 ára) sitthvoru megin við sig. Saman mynduðu þeir útilínu Selfoss í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en voru nú þrír saman að reyna að skora á líklega bestu vörn heims. Þeir gerðu sín mistök og nóg af þeim í raun en þeir hættu aldrei að reyna. Í kringum þá voru aðrir ungir menn eins og Ýmir Örn Gíslason sem spilaði nokkrar af sínum bestu mínútum í kvöld og stórmótanýliðinn Sigvaldi Guðjónsson gaf ekkert eftir í hægra horniun. Sömuleiðis fór Ágúst Elí vel af stað í markinu. Þetta var alltaf erfitt án manna eins og Arons og Arnórs en á móti fékk íslenska þjóðin heilt forréttaborð af framtíðarleikmönnum Íslands og horfði á þá fylla vel á reynslubankann. Það var ekkert hægt að biðja um meira enda mótherjinn líklega sá besti á mótinu. Og það voru ekkert bara ungu mennirnir. Strax í byrjun leiks, 4-0 undir, henti Bjarki Már Elísson sér á boltann til að bjarga innkasti. Það eru allir með í þessum samstillta og baráttuglaða hópi en gæðin voru bara langt því frá næg til að leggja Frakka í kvöld.Nicola Karabatic sækir á íslensku vörnina.vísir/gettyKlárað með gleði Nú eiga strákarnir eftir einn leik og þeir sem héldu að það yrði einhver gúmmíleikur á móti Brasilíu þurfa að endurskoða þá pælingu. Brassar, sem eru vafalítið spútniklið mótsins, gerðu sér lítið fyrir og unnu Króata í kvöld. Það eru samt aðeins nokkrar vikur síðan að Ísland vann Brasilíu á æfingamóti og auðvitað heimtum við sigur á móti Suður-Ameríkuþjóð hvort sem að Aron Pálmarsson er með eða ekki. Strákarnir fá nú tvo daga til að hvíla sig og er sá tími kærkominn enda er liðið búið að spila fjóra leiki á fimm dögum og eini hvíldardagurinn var ferðadagur. Að sjálfsögðu er þetta sturlað fyrirkomulag en eitthvað sem handboltamenn eiga að venjast. Lokaleikurinn verður prófraun út af fyrir sig. Fáum við áfram að sjá vilja og hungur þrátt fyrir áfallið í dag? Ætla menn að mæta eins til leiks á móti Brasilíu og fyrsta korterið í dag og grafa sér of djúpa holu? Ungt lið Íslands fékk allt Ísland á sitt band í kvöld með hugrekki sínu og vilja og væri ekki léleg að launa samstöðuna með sigri í lokaleiknum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42 Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti