Andlát: Stefán Dan Óskarsson Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2019 20:00 Stefán Dan Óskarsson. Ágúst G. Atlason Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12