Snæfell í undanúrslit eftir dramatískar lokamínútur í Hólminum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 17:32 Berglind Gunnarsdóttir skoraði tvö stig fyrir Snæfell í dag vísir/bára Snæfell er komið í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi í dag. Eins og svo oft áður fór Kristen McCarthy fyrir Snæfellskonum í stigaskori en hún var með 33 stig fyrir heimakonur sem unnu 72-68 sigur. Þar á meðal var mikilvægur þristur undir lok leiksins sem tryggði Snæfelli sigurinn Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en Snæfell náði upp átta stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta sem var þá mesti munurinn sem verið hafði í leiknum. Þær náðu að koma því upp í 12 stig áður en Haukar klóruðu sér leið til baka og var munurinn aðeins fimm stig í hálfleik 40-35. Haukar náðu að jafna leikinn í þriðja leikhluta en heimakonur voru fljótar að koma sér aftur fæti framar og þrátt fyrir að leikurinn héldist nokkuð jafn þá var Snæfell með smá forskot. Það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell byrjaði síðasta fjórðunginn á góðu áhlaupi og skoraði 12 stig í röð, munurinn orðinn 14 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki af baki dottnar og náðu aftur að vinna niður forskot Snæfells, Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með þriggja stiga skoti þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi, Lele hefði getað jafnað leikinn þegar 18 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot hennar hitti ekki í körfuna. McCarthy refsaði með þriggja stiga körfu hinu megin og tíminn að renna út fyrir Hauka. Klaziena Guijt náði sniðskoti undir lokin en það dugði ekki til og fjögurra stiga sigur Snæfells raunin. Snæfell er því komið með farseðil í Laugardalshöllina í febrúar, úrslitavikan er 13.-17. febrúar. Fyrr í dag vann Stjarnan sér inn sæti í undanúrslitunum, seinna í kvöld mætast svo Breiðablik og ÍR annars vegar og Keflavík og Valur hins vegar í síðustu leikjum átta liða úrslitanna. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi í dag. Eins og svo oft áður fór Kristen McCarthy fyrir Snæfellskonum í stigaskori en hún var með 33 stig fyrir heimakonur sem unnu 72-68 sigur. Þar á meðal var mikilvægur þristur undir lok leiksins sem tryggði Snæfelli sigurinn Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en Snæfell náði upp átta stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta sem var þá mesti munurinn sem verið hafði í leiknum. Þær náðu að koma því upp í 12 stig áður en Haukar klóruðu sér leið til baka og var munurinn aðeins fimm stig í hálfleik 40-35. Haukar náðu að jafna leikinn í þriðja leikhluta en heimakonur voru fljótar að koma sér aftur fæti framar og þrátt fyrir að leikurinn héldist nokkuð jafn þá var Snæfell með smá forskot. Það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell byrjaði síðasta fjórðunginn á góðu áhlaupi og skoraði 12 stig í röð, munurinn orðinn 14 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki af baki dottnar og náðu aftur að vinna niður forskot Snæfells, Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með þriggja stiga skoti þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi, Lele hefði getað jafnað leikinn þegar 18 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot hennar hitti ekki í körfuna. McCarthy refsaði með þriggja stiga körfu hinu megin og tíminn að renna út fyrir Hauka. Klaziena Guijt náði sniðskoti undir lokin en það dugði ekki til og fjögurra stiga sigur Snæfells raunin. Snæfell er því komið með farseðil í Laugardalshöllina í febrúar, úrslitavikan er 13.-17. febrúar. Fyrr í dag vann Stjarnan sér inn sæti í undanúrslitunum, seinna í kvöld mætast svo Breiðablik og ÍR annars vegar og Keflavík og Valur hins vegar í síðustu leikjum átta liða úrslitanna.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira