Erlent

Tveir hand­teknir vegna bíl­sprengjunnar á Norður-Ír­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sendiferðabílnum hafði verið komið fyrir nærri dómshúsi á Bishop Street.
Sendiferðabílnum hafði verið komið fyrir nærri dómshúsi á Bishop Street. Getty/Charles McQuillan
Lögregla á Norður-Írlandi hefur handtekið tvo karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um að bera ábyrgð á bílsprengju sem sprakk í miðbæ Londonderry/Derry í gærkvöldi.

Lögregla telur klofningshóp úr Írska lýðveldishernum (IRA), sem nú hefur lagt niður vopn, bera ábyrgð á sprengingunni.

Klofningshópurinn New IRA, sem einnig er kallaður Real IRA, var stofnaður árið 2012 þegar fjöldið smærri hópa, sem lögðust gegn friðarsamningunum árið 1998, sameinuðust. Hafa þeir staðið fyrir stöku árásum á síðustu árum.

Komið fyrir í sendiferðabíl

Sprengjunni hafði verið komið fyrir innan í sendiferðabíl, sem árásarmennirnir höfðu komist yfir, á hinni fjölförnu Bishop Street klukkan 20:09 að staðartíma. Hafði bílnum verið komið fyrir skammt frá dómshúsi.

Sendiferðabílnum, sem notaður var til að sendast með pítsur, hafði verið stolið um klukkan 18 að staðartíma.

Talsmaður lögreglunnar segir að sprengingin hafi verið „ótrúlega skeytingarlaus“.


Tengdar fréttir

Bílsprengja við réttarsal í Londonderry

Bílsprengja sprakk fyrir utan réttarsal í norðurírsku borginni Londonderry í gærkvöld. Lögreglu hafði borist ábending um sprengjuna og hafði rýmt svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×