Auglýst eftir starfsfólki á nýjan Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 11:45 Nýr Herjólfur er smíðaður í Póllandi. Vísir/Aðsend Lokaprófanir fara fram á nýjum Herjólfi í Póllandi á næstunni. Í framhaldi mun afhendingartími skipsins liggja fyrir. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki hjá nýju rekstrarfélagi ferjunnar. Á smíðatíma nýs Herjólfs hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt um seinkun á afhendingu skipsins. Í vetur var tilkynnt að 30. mars næstkomandi hæfi nýr Herjólfur siglingar um Landeyjahöfn. Hvort sem af því verður eður ei tekur Vestmannaeyjabær við rekstri Herjólfs þennan dag. Stofnað hefur verið opinbert hlutafélag um reksturinn og ráðið í stöður framkvæmdastjóra, skipstjóra og vélstjóra. Nú er auglýst eftir starfsfólki í eldhús og þjónustustörf um borð, umsóknarfrestur rennur út 25. janúar næstkomandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að nýja ferjan eigi að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja frá klukkan sjö á morgnana fram yfir miðnætti.Áætlanir okkar gera ráð fyrir þremur áhöfnum á tvískiptum vöktum.Lokaprófanir um næstu mánaðamót Guðbjartur er staddur í Póllandi. Hann fór þangað í gær ásamt skipstjóra og vélstjóra. Fyrir voru annar skipstjóri og vélstjóri í Póllandi. Guðbjartur býst við að báðir skipstjórar og vélstjórar verði í Póllandi þar til skipið verður afhent. „Við höfum ekki fengið endanlega staðfestingu á því hvenær það verður afhent. Það eiga eftir að fara fram sjópróf í Póllandi sem verða einhvern tíma um mánaðamótin. Þegar þeim er lokið væntir maður þess að fá nákvæmari svör á því hvenær afhendingin gæti farið fram.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., býst við því að nýr Herjólfur verði afhentur nokkrum vikum eftir lokaprófanirnar í Póllandi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lokaprófanir fara fram á nýjum Herjólfi í Póllandi á næstunni. Í framhaldi mun afhendingartími skipsins liggja fyrir. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki hjá nýju rekstrarfélagi ferjunnar. Á smíðatíma nýs Herjólfs hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt um seinkun á afhendingu skipsins. Í vetur var tilkynnt að 30. mars næstkomandi hæfi nýr Herjólfur siglingar um Landeyjahöfn. Hvort sem af því verður eður ei tekur Vestmannaeyjabær við rekstri Herjólfs þennan dag. Stofnað hefur verið opinbert hlutafélag um reksturinn og ráðið í stöður framkvæmdastjóra, skipstjóra og vélstjóra. Nú er auglýst eftir starfsfólki í eldhús og þjónustustörf um borð, umsóknarfrestur rennur út 25. janúar næstkomandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að nýja ferjan eigi að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja frá klukkan sjö á morgnana fram yfir miðnætti.Áætlanir okkar gera ráð fyrir þremur áhöfnum á tvískiptum vöktum.Lokaprófanir um næstu mánaðamót Guðbjartur er staddur í Póllandi. Hann fór þangað í gær ásamt skipstjóra og vélstjóra. Fyrir voru annar skipstjóri og vélstjóri í Póllandi. Guðbjartur býst við að báðir skipstjórar og vélstjórar verði í Póllandi þar til skipið verður afhent. „Við höfum ekki fengið endanlega staðfestingu á því hvenær það verður afhent. Það eiga eftir að fara fram sjópróf í Póllandi sem verða einhvern tíma um mánaðamótin. Þegar þeim er lokið væntir maður þess að fá nákvæmari svör á því hvenær afhendingin gæti farið fram.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., býst við því að nýr Herjólfur verði afhentur nokkrum vikum eftir lokaprófanirnar í Póllandi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira