Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 11:08 Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago. Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10