Fertugur leikskólakennari sem glímir við spilafíkn: „Annað hvort dey ég, eða fæ hjálp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2019 11:30 Kristín gafst upp og verð að komast í meðferð vegna spilafíknar. Kristín Adda Einarsdóttir leikskólakennari er 41 árs, móðir þriggja barna sem hún á með unnusta sínum Kristni Guðmundssyni. Kristín er fædd og uppalin á Akranesi. Hún var 36 ára þegar hún flutti til Noregs þar sem unnusti hennar starfaði sem handboltaþjálfari en nú eru þau flutt heim á ný og hafa komið sér vel fyrir í Vestamannaeyjum. Allt leit vel út á yfirborðinu, kona sem virtist vera með sitt á hreinu en Kristín átti sér leyndarmál sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þeirra líf og byrjaði sagan árið 2013 þegar hún varð ófrísk að sínu þriðja barni. „Í tuttugu vikna sónar kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur og þá tekur við þetta sorgarferli. Við komum heim yfir jólin til að jarða barnið okkar. Það var svona eitt áfallið og svo kom annað. Hann er rekinn úr þeirri stöðu sem hann er í. Við nýbúin að kaupa okkur hús og hann gerði þriggja ára samning sem ég hélt að myndi standa. Við stóðum eftir í Noregi, nýbúin að kaupa hús og bæði atvinnulaus. Við ákváðum að láta á þetta reyna. Hann fékk vinnu og ég fór í afleysingar á leikskóla. Ári síðar fær hann heilablóðfall og það var enn eitt áfallið. Hann nær sér af því og um það sumar flytjum við til Førde í Noregi.“Auglýsingar eftir klukkan átta leyfilegar Áföllin dundu yfir fjölskylduna og má segja að Kristín hafi að ákveðnu leyti týnt sjálfri sér og ákvað hún einn daginn að prófa að spila póker á netinu einn daginn, sem varð til þess að hún ánetjaðist leiknum. „Þetta byrjar bara með að maður sér einhverja auglýsingu. Úti í Noregi þar sem við bjuggum er leyfilegt að auglýsa þetta eftir klukkan átta og ég bara ákvað að prufa, en það gekk bara svona rosalega vel og ég stórgræddi fyrsta daginn, eitthvað um þrjú eða fjögur hundruð þúsund. Þá var bara eins og tappinn hefði verið tekin úr og ég hélt bara áfram og áfram. Svo þegar ég fer að hætta að græða og sé að bankabókin er að verða tóm þá verð ég auðvitað að koma með eitthvað inn til heimilisins, því ég er búin að eyða síðustu mjólkurpeningunum. Þá verð ég að reyna að græða til baka. Ég gat vakað tvo til þrjá sólahringa. Ég mátti ekki vera að því að lifa, ég var bara í þessu.“ Kristín faldi spilafíknina og spilaði bara þegar enginn var á heimilinu. Það leið ekki á löngu þar til Kristinn unnusti Kristínar fór að taka eftir breyttum venjum hjá konu sinni og fékk hana til þess að opna augun fyrir fíkn sinni.Peningarnir hurfu „Hann sér bara að það eru peningar að hverfa út af reikningi okkar. Hann spyr og ég segist bara ætla redda þessu. Sumarið 2017 setti hann bara hnefann í borðið og þá var ég eiginlega algjörlega á botninum. Ég fór varla út úr húsi og var búin að vera hér heima í sex vikur. Þá frontaði hann mig og sagði að það væri eitthvað mikið að. Ég væri búin að eyða öllum peningunum okkar og þetta verði að stoppa. Svo tek ég ákvörðun í september að ég verði að fá hjálp. Annað hvort dey ég, eða fæ hjálp,“ segir Kristín sem glímdi þarna við miklar sjálfsvígshugsanir. Spilafíkill er ekki í augum margra 41 árs gömul kona, leikskólakennari og þriggja barna móðir. Kristín fór í meðferð og hefur náð með góðum árangri að halda spilafíkninni niðri. Hún segir að þessi tíma hafi reynt einstaklega mikið á samband sitt við bæði börnin sín og maka, og segir það taka tíma að byggja upp traust a milli þeirra á ný. „Ég þarf að hafa dagana svolítið svipaða og þarf að fara á AA fundi. Ég á góðan maka sem ég treysti á. Oftast kemur enginn spilaþörf upp en það hefur komið og þá get ég hringt í góðan vin.“ Kristín og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir í Vestmanneyjum þar sem Kristinn starfar sem handboltaþjálfari og segir Kristín að þeim líði afskaplega vel á nýjum stað og það gangi vel að fóta sig á ný. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fjárhættuspil Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Kristín Adda Einarsdóttir leikskólakennari er 41 árs, móðir þriggja barna sem hún á með unnusta sínum Kristni Guðmundssyni. Kristín er fædd og uppalin á Akranesi. Hún var 36 ára þegar hún flutti til Noregs þar sem unnusti hennar starfaði sem handboltaþjálfari en nú eru þau flutt heim á ný og hafa komið sér vel fyrir í Vestamannaeyjum. Allt leit vel út á yfirborðinu, kona sem virtist vera með sitt á hreinu en Kristín átti sér leyndarmál sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þeirra líf og byrjaði sagan árið 2013 þegar hún varð ófrísk að sínu þriðja barni. „Í tuttugu vikna sónar kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur og þá tekur við þetta sorgarferli. Við komum heim yfir jólin til að jarða barnið okkar. Það var svona eitt áfallið og svo kom annað. Hann er rekinn úr þeirri stöðu sem hann er í. Við nýbúin að kaupa okkur hús og hann gerði þriggja ára samning sem ég hélt að myndi standa. Við stóðum eftir í Noregi, nýbúin að kaupa hús og bæði atvinnulaus. Við ákváðum að láta á þetta reyna. Hann fékk vinnu og ég fór í afleysingar á leikskóla. Ári síðar fær hann heilablóðfall og það var enn eitt áfallið. Hann nær sér af því og um það sumar flytjum við til Førde í Noregi.“Auglýsingar eftir klukkan átta leyfilegar Áföllin dundu yfir fjölskylduna og má segja að Kristín hafi að ákveðnu leyti týnt sjálfri sér og ákvað hún einn daginn að prófa að spila póker á netinu einn daginn, sem varð til þess að hún ánetjaðist leiknum. „Þetta byrjar bara með að maður sér einhverja auglýsingu. Úti í Noregi þar sem við bjuggum er leyfilegt að auglýsa þetta eftir klukkan átta og ég bara ákvað að prufa, en það gekk bara svona rosalega vel og ég stórgræddi fyrsta daginn, eitthvað um þrjú eða fjögur hundruð þúsund. Þá var bara eins og tappinn hefði verið tekin úr og ég hélt bara áfram og áfram. Svo þegar ég fer að hætta að græða og sé að bankabókin er að verða tóm þá verð ég auðvitað að koma með eitthvað inn til heimilisins, því ég er búin að eyða síðustu mjólkurpeningunum. Þá verð ég að reyna að græða til baka. Ég gat vakað tvo til þrjá sólahringa. Ég mátti ekki vera að því að lifa, ég var bara í þessu.“ Kristín faldi spilafíknina og spilaði bara þegar enginn var á heimilinu. Það leið ekki á löngu þar til Kristinn unnusti Kristínar fór að taka eftir breyttum venjum hjá konu sinni og fékk hana til þess að opna augun fyrir fíkn sinni.Peningarnir hurfu „Hann sér bara að það eru peningar að hverfa út af reikningi okkar. Hann spyr og ég segist bara ætla redda þessu. Sumarið 2017 setti hann bara hnefann í borðið og þá var ég eiginlega algjörlega á botninum. Ég fór varla út úr húsi og var búin að vera hér heima í sex vikur. Þá frontaði hann mig og sagði að það væri eitthvað mikið að. Ég væri búin að eyða öllum peningunum okkar og þetta verði að stoppa. Svo tek ég ákvörðun í september að ég verði að fá hjálp. Annað hvort dey ég, eða fæ hjálp,“ segir Kristín sem glímdi þarna við miklar sjálfsvígshugsanir. Spilafíkill er ekki í augum margra 41 árs gömul kona, leikskólakennari og þriggja barna móðir. Kristín fór í meðferð og hefur náð með góðum árangri að halda spilafíkninni niðri. Hún segir að þessi tíma hafi reynt einstaklega mikið á samband sitt við bæði börnin sín og maka, og segir það taka tíma að byggja upp traust a milli þeirra á ný. „Ég þarf að hafa dagana svolítið svipaða og þarf að fara á AA fundi. Ég á góðan maka sem ég treysti á. Oftast kemur enginn spilaþörf upp en það hefur komið og þá get ég hringt í góðan vin.“ Kristín og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir í Vestmanneyjum þar sem Kristinn starfar sem handboltaþjálfari og segir Kristín að þeim líði afskaplega vel á nýjum stað og það gangi vel að fóta sig á ný. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjárhættuspil Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira