Fjárhættuspil

Fréttamynd

Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veð­mála­starf­semi“

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður.

Innlent
Fréttamynd

For­seti ÍSÍ hvattur til að hefja til­tektina í eigin starf­semi

Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungir menn sem veðja stjórn­laust hafi varann á

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Myndi engan skaða þótt veð­mála­fyrir­tæki fengju að starfa

Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér.

Innlent
Fréttamynd

Nýi styrktaraðilinn veðmálafyrirtæki sem stuðlaði hana­at og streymdi klámi

NET88 er nýr styrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Sú nýjasta í langri röð veðmálasíðna sem auglýsir framan á treyjum knattspyrnufélaga. Ýmislegt efni hefur verið fjarlægt af síðunni eftir að styrktarsamningur var kynntur, en síðan auglýsti áður beinar útsendingar af klámi og bauð viðskiptavinum upp á að veðja á hanaat.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sauð upp úr í stjörnufansi á golfmóti Coolbet

Coolbet efndi til golfmóts á Grafarholtsvelli í blíðviðrinu á föstudaginn síðasta og var öllu til tjaldað. Stjörnur af öllum sviðum íslensks þjóðfélags voru viðstaddar og voru vellystingar í fyrirrúmi. Heimildir Vísis herma að soðið hafi upp úr milli tveggja keppenda í veislunni sem haldin var eftir að mótinu lauk. 

Lífið
Fréttamynd

Full­trúar sér­hags­muna létu for­manninn einan um orðið

Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­hjá­kvæmi­legt fyrir stjórn­völd að grípa inn í

Íslenska ríkið verður af gríðarlegum fjármunum á hverju ári sem lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi segir formaður starfshóps dómsmálaráðuneytisins. Óhjákvæmilegt sé fyrir stjórnvöld að grípa inn í. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir einu og hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Sam­keppnin harðnar í ís­lenska veðmálaheiminum

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess.

Innlent
Fréttamynd

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Enginn vinnings­hafi gefið sig fram í happ­drætti Ástþórs

Ástþór Magnússon segist ekkert vita um hvort einhver hafi hreppt stærsta vinninginn í happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs. Vinningurinn var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3 en ásamt honum var fjöldinn allur af smærri vinningum.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr happ­drætti Ástþórs

Dregið var í dag úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en Ástþór segist ekki vita hvort nokkur hafi hreppt stærsta vinninginn, sem var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3.

Innlent
Fréttamynd

Vann fimm­tíu milljónir króna

Einn heppinn miðaeigandi hreppti fimmtíu milljón króna vinning þegar dregið var hjá Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Hann fékk sem sagt fimmfalda Milljónaveltu. Miðaeigandinn var búinn að eiga happamiðann í fjölda ára og gladdist gríðarlega þegar hann fékk fréttirnar að sögn Happdrættisins.

Innlent
Fréttamynd

Var beðinn um upp­lýsingar um unga leik­menn vegna veð­máls

Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 

Innlent
Fréttamynd

Það er mikill munur á þeim sem vanda sig og hinum sem vanda sig ekki

Forsvarsmenn íslenskra spilafyrirtækja draga reglulega nafn spilafyrirtækisins Betsson inn í umræðu um ólögmæta spilastarfsemi hér á landi og leggja starfsemi þess að jöfnu við starfsemi annars erlends spilafyrirtækis, sem reynt hefur að hasla sér völl hér á landi með aðstoð og atbeina skemmtikrafta og áhrifavalda.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðst ekki svindla á neinum með happ­drætti sínu

Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra.

Innlent