Lífið

Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta er það sem gerist þegar heitu vatni er kastað upp í ískalt loft.
Þetta er það sem gerist þegar heitu vatni er kastað upp í ískalt loft. Getty/Ismail Kaplan
Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður.

Bandaríkjamenn deyja þó ekki ráðalausir og hafa samfélagsmiðlar fyllst af myndböndum af fólki, ungum sem öldnum, kasta sjóðandi vatni upp í hið ískalda loft til þess að stytta sér stundir, enda um mikið sjónarspil að ræða þegar hið heita vatn mætir loftinu kalda.

Hér að neðan má sjá brot af því besta frá þessum heimagerðu vísindatilraunum Bandaríkjamanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.