Umhverfismálin eru lykilmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun