Áfram veginn Davíð Þorláksson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Vegtollar Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar