Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 19:20 Warren var vel tekið í Lawrence í Massachusetts í dag. EPA/ CJ Gunther Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21