„Fjölskyldumeðlimur kvartar að hann spili of lítið og í næsta leik spilar hann 30 mínútur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 13:30 Úr þættinum í gær. mynd/skjáskot/s2s Það hefur ekki gengið né rekið hjá Tindastól í Dominos-deild karla eftir áramót en í gærkvöldi tapaði liðið enn einum leiknum er liðið fékk skell gegn Stjörnunni á heimavelli. Tindastóll hefur einungis unnið tvo af leikjum sínum eftir áramót og í dag gerði liðið breytingar á liði sínu. Þeir losuðu Urald King og náðu aftur í PJ Alawoya sem spilaði með liðinu í fjarveru King fyrr í vetur. Kjartan Atli Kjartansson stýrði að sjálfsögðu Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þeir Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í settinu. Þeir félagar ræddu stöðuna hjá Tindastól og viðbrögð Tindastóls er Danero Thomas var skipt af velli í fjórða leikhluta en mikill fögnuður braust út. Kjartan Atli greindi frá því að þetta virtist vera útaf því að Danero væri tekinn útaf og Teitur tók við boltanum: „Ég held að heimamennirnir séu óánægðir hvað hann fær að hanga lengi inni á vellinum. Hann var búinn að vera hörmulegur en spilar þessar 30 mínútur og það sátu heimamenn á bekknum sem þú varst að hrósa hérna rétt áðan,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Þeir komu inn með smá baráttu og vilja og skiljanlega vildi fólkið gera einhverjar breytingar. Israel er alltof lengi að gera þetta,“ áður en Jón Halldór bætti við: „Mér finnst gjörsamlega galið að hann spilar á móti Grindavík og þar kvartar fjölskyldumeðlimur að hann hafi spilað alltof lítið. Hann var hristandi hausinn á bekknum. Svo kemur næsti leikur. Hann spilar 30 mínútur og með allt lóðbeint niður um sig. Hver stjórnar þarna?“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Tindastól Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45 Tindastóll lætur King fara en semur aftur við Alawoya Tíðindi úr Síkinu. 9. febrúar 2019 12:27 Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Það hefur ekki gengið né rekið hjá Tindastól í Dominos-deild karla eftir áramót en í gærkvöldi tapaði liðið enn einum leiknum er liðið fékk skell gegn Stjörnunni á heimavelli. Tindastóll hefur einungis unnið tvo af leikjum sínum eftir áramót og í dag gerði liðið breytingar á liði sínu. Þeir losuðu Urald King og náðu aftur í PJ Alawoya sem spilaði með liðinu í fjarveru King fyrr í vetur. Kjartan Atli Kjartansson stýrði að sjálfsögðu Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þeir Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í settinu. Þeir félagar ræddu stöðuna hjá Tindastól og viðbrögð Tindastóls er Danero Thomas var skipt af velli í fjórða leikhluta en mikill fögnuður braust út. Kjartan Atli greindi frá því að þetta virtist vera útaf því að Danero væri tekinn útaf og Teitur tók við boltanum: „Ég held að heimamennirnir séu óánægðir hvað hann fær að hanga lengi inni á vellinum. Hann var búinn að vera hörmulegur en spilar þessar 30 mínútur og það sátu heimamenn á bekknum sem þú varst að hrósa hérna rétt áðan,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Þeir komu inn með smá baráttu og vilja og skiljanlega vildi fólkið gera einhverjar breytingar. Israel er alltof lengi að gera þetta,“ áður en Jón Halldór bætti við: „Mér finnst gjörsamlega galið að hann spilar á móti Grindavík og þar kvartar fjölskyldumeðlimur að hann hafi spilað alltof lítið. Hann var hristandi hausinn á bekknum. Svo kemur næsti leikur. Hann spilar 30 mínútur og með allt lóðbeint niður um sig. Hver stjórnar þarna?“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Tindastól
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45 Tindastóll lætur King fara en semur aftur við Alawoya Tíðindi úr Síkinu. 9. febrúar 2019 12:27 Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45
Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26