Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Markmið verkefnis borgarinnar var að auka kosningaþátttöku ungra kjósenda og fleiri hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira