Rán og rupl Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Fráfarandi ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó varði í vikunni ákvörðun sína um að veita fyrrverandi ráðherrum laun fyrir lífstíð. Tilskipunin sem undirrituð var af forsætisráðherra landsins, Bruno Tshibala, tryggir fyrrum ráðherrum einnig sporslur á borð við húsnæðisstyrki, flugmiða á fyrsta farrými og heilbrigðisþjónustu erlendis. Tilhögunin var harðlega gagnrýnd og meðal annars kölluð „tilraun til að tryggja um ómunatíð rán og rupl úr opinberum sjóðum“. Slíkt „rán og rupl“ á sér þó ekki aðeins stað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Ár er síðan Nígeríubúar stóðu á öndinni þegar í ljós kom að þingmenn í efri deild þingsins fengu 4,5 milljónir íslenskra króna greiddar mánaðarlega vegna „starfskostnaðar“ – til samanburðar má geta þess að meðal mánaðarlaun í Nígeríu eru 6.000 íslenskar krónur. Og í Kenía er alþekkt að þarlendir þingmenn ákveði sjálfir laun sín sem þeir skera sjaldnast við nögl. En þetta er Afríka. Í mörgum löndum Afríku er lýðræðið eins og óstýrilátur unglingur – mislyndur, ómótaður, hrjúfur á yfirborðinu með graftarkýli á kinnunum. Það hefur ekki öðlast sama þroska og lýðræðið okkar á Íslandi sem árin hafa slípað eins og myndhöggvari slípar stein uns hann er sléttur og felldur, fágaður, fullkominn. Er það ekki annars?Ráðgátan um óvinsældir Stjórnmálamenn njóta takmarkaðra vinsælda nú um stundir – svo takmarkaðra að forsætisráðherra skipaði starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þótt ráðamönnum sjálfum finnist ráðgátan um eigin óvinsældir svo dularfull að það þurfi heila nefnd til að leysa hana liggur ástæðan flestum í augum uppi. Þótt heilu höfin skilji Ísland frá Afríku erum við kannski ekki jafnlangt frá henni og við höldum: – Það var ekki fyrr en árið 2009 sem graftarkýlið, sem útblásin lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna voru, var sprengt. – Á kjördag árið 2016 samþykkti kjararáð 340 þúsund króna launahækkun þingmönnum til handa. Varð þingfararkaup við hækkunina 1,1 milljón króna. Laun forsætisráðherra og forseta hækkuðu á sama tíma um hálfa milljón á mánuði. Þrátt fyrir hávær mótmæli stendur úrskurður kjararáðs enn. – Til samanburðar má geta þess að lágmarkslaun á Íslandi eru 300.000 krónur. – Þegar upp komst að þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefði fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017 misbauð mörgum. Ásmundur hafði ekið 48.000 kílómetra á einu ári; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ásmundur hefði ekki brotið siðareglur þingmanna. – Í síðustu viku birtist frétt í Fréttablaðinu um að laun nefndarmanna í starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur séu 25 þúsund krónur á tímann og miðist við „útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu“. Á fundi stjórnar OR nýverið lagði varamaður til að launin yrðu lækkuð í 10.000 krónur. Tillagan var felld þrátt fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR hefðu lýst yfir þeirri skoðun að ekki væri þörf á nefndinni. – Í vikunni bárust fréttir af launahækkunum stjórnar Íslandspósts ohf. Í stjórninni sitja m.a. varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Fyrir ári lagði stjórn Íslandspósts til að laun almennra stjórnarmanna hækkuðu úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur og laun formanns stjórnar úr 280 þúsund krónum á mánuði í 330 þúsund krónur. Hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Sjálftaka Hálft ár er síðan starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum. Það þarf ekki nefnd til að útskýra hvers vegna almenningur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er æfur út í stjórnmálastétt landsins. Það þarf heldur enga nefnd til að sjá að traust í garð íslenskra stjórnmálamanna mun aldrei aukast svo lengi sem fréttir halda áfram að berast af umbunum til ráðamanna sem líkjast óþægilega mikið sjálftöku valdhafa í spilltustu ríkjum í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó varði í vikunni ákvörðun sína um að veita fyrrverandi ráðherrum laun fyrir lífstíð. Tilskipunin sem undirrituð var af forsætisráðherra landsins, Bruno Tshibala, tryggir fyrrum ráðherrum einnig sporslur á borð við húsnæðisstyrki, flugmiða á fyrsta farrými og heilbrigðisþjónustu erlendis. Tilhögunin var harðlega gagnrýnd og meðal annars kölluð „tilraun til að tryggja um ómunatíð rán og rupl úr opinberum sjóðum“. Slíkt „rán og rupl“ á sér þó ekki aðeins stað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Ár er síðan Nígeríubúar stóðu á öndinni þegar í ljós kom að þingmenn í efri deild þingsins fengu 4,5 milljónir íslenskra króna greiddar mánaðarlega vegna „starfskostnaðar“ – til samanburðar má geta þess að meðal mánaðarlaun í Nígeríu eru 6.000 íslenskar krónur. Og í Kenía er alþekkt að þarlendir þingmenn ákveði sjálfir laun sín sem þeir skera sjaldnast við nögl. En þetta er Afríka. Í mörgum löndum Afríku er lýðræðið eins og óstýrilátur unglingur – mislyndur, ómótaður, hrjúfur á yfirborðinu með graftarkýli á kinnunum. Það hefur ekki öðlast sama þroska og lýðræðið okkar á Íslandi sem árin hafa slípað eins og myndhöggvari slípar stein uns hann er sléttur og felldur, fágaður, fullkominn. Er það ekki annars?Ráðgátan um óvinsældir Stjórnmálamenn njóta takmarkaðra vinsælda nú um stundir – svo takmarkaðra að forsætisráðherra skipaði starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þótt ráðamönnum sjálfum finnist ráðgátan um eigin óvinsældir svo dularfull að það þurfi heila nefnd til að leysa hana liggur ástæðan flestum í augum uppi. Þótt heilu höfin skilji Ísland frá Afríku erum við kannski ekki jafnlangt frá henni og við höldum: – Það var ekki fyrr en árið 2009 sem graftarkýlið, sem útblásin lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna voru, var sprengt. – Á kjördag árið 2016 samþykkti kjararáð 340 þúsund króna launahækkun þingmönnum til handa. Varð þingfararkaup við hækkunina 1,1 milljón króna. Laun forsætisráðherra og forseta hækkuðu á sama tíma um hálfa milljón á mánuði. Þrátt fyrir hávær mótmæli stendur úrskurður kjararáðs enn. – Til samanburðar má geta þess að lágmarkslaun á Íslandi eru 300.000 krónur. – Þegar upp komst að þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefði fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017 misbauð mörgum. Ásmundur hafði ekið 48.000 kílómetra á einu ári; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ásmundur hefði ekki brotið siðareglur þingmanna. – Í síðustu viku birtist frétt í Fréttablaðinu um að laun nefndarmanna í starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur séu 25 þúsund krónur á tímann og miðist við „útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu“. Á fundi stjórnar OR nýverið lagði varamaður til að launin yrðu lækkuð í 10.000 krónur. Tillagan var felld þrátt fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR hefðu lýst yfir þeirri skoðun að ekki væri þörf á nefndinni. – Í vikunni bárust fréttir af launahækkunum stjórnar Íslandspósts ohf. Í stjórninni sitja m.a. varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Fyrir ári lagði stjórn Íslandspósts til að laun almennra stjórnarmanna hækkuðu úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur og laun formanns stjórnar úr 280 þúsund krónum á mánuði í 330 þúsund krónur. Hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Sjálftaka Hálft ár er síðan starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum. Það þarf ekki nefnd til að útskýra hvers vegna almenningur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er æfur út í stjórnmálastétt landsins. Það þarf heldur enga nefnd til að sjá að traust í garð íslenskra stjórnmálamanna mun aldrei aukast svo lengi sem fréttir halda áfram að berast af umbunum til ráðamanna sem líkjast óþægilega mikið sjálftöku valdhafa í spilltustu ríkjum í heimi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun