Utanríkisráðherra kynnir sér verkefni Rauða krossins í Malaví Heimsljós kynnir 8. febrúar 2019 10:15 Rauði krossinn Í síðustu viku heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfuðstöðvar Rauða krossins í Malaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012. Verkefnið miðar að því að auka viðnámsþol 150 þúsund íbúa sem búa við sárafátækt á strjálbýlum svæðum í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Aðgengi að hreinu vatni, bætt heilbrigði og menntun barna er grunnstef verkefnisins, en auk þess leggur Rauði krossinn á Íslandi mikla áherslu á valdeflingu stúlkna og kvenna. „Á meðan Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti tíunda árið í röð, situr Malaví í 112. sæti af 149 löndum. Ungar stúlkur sem njóta stuðnings Rauða krossins til skólagöngu og hafa hætt skólagöngu vegna barneigna taka þátt í ungliðastarfi Rauða krossins á verkefnasvæðunum. Þar fá þær þjálfun í lífsleikni, fræðslu um kynheilbrigði, réttindi sín og mikilvægi hreinlætis á blæðingum. Þessar sárafátæku stúlkur hafa lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og því miður verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Í ungliðastarfinu er túr ekki tabú og eitt þeirra verkefna sem ungmennin hafa þróað snýst um að kenna stúlkunum að sauma margnota dömubindi,“ segir í frétt á vef Rauða krossins. Guðný Nielsen, verkefnastjóri Rauða krossins var á staðnum og lýsir heimsókn ráðherra sem afskaplega ánægjulegri. „Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins í Malaví, sem þátt tóku í móttöku ráðherrans, voru í skýjunum. Það er mikill heiður að fá heimsókn svo háttsetts aðila og okkur þótti mjög vænt um að fá tækifæri til að kynna þetta einstaka þróunarsamstarf sem miðar að því að stórbæta líf 150 þúsund manns á strjálbýlum svæðum í þessu fátæka landi. Það skiptir miklu máli að geta veitt stjórnvöldum innsýn í þann árangur sem fæst fyrir tilstuðlan stuðnings þeirra.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent
Í síðustu viku heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfuðstöðvar Rauða krossins í Malaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012. Verkefnið miðar að því að auka viðnámsþol 150 þúsund íbúa sem búa við sárafátækt á strjálbýlum svæðum í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Aðgengi að hreinu vatni, bætt heilbrigði og menntun barna er grunnstef verkefnisins, en auk þess leggur Rauði krossinn á Íslandi mikla áherslu á valdeflingu stúlkna og kvenna. „Á meðan Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti tíunda árið í röð, situr Malaví í 112. sæti af 149 löndum. Ungar stúlkur sem njóta stuðnings Rauða krossins til skólagöngu og hafa hætt skólagöngu vegna barneigna taka þátt í ungliðastarfi Rauða krossins á verkefnasvæðunum. Þar fá þær þjálfun í lífsleikni, fræðslu um kynheilbrigði, réttindi sín og mikilvægi hreinlætis á blæðingum. Þessar sárafátæku stúlkur hafa lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og því miður verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Í ungliðastarfinu er túr ekki tabú og eitt þeirra verkefna sem ungmennin hafa þróað snýst um að kenna stúlkunum að sauma margnota dömubindi,“ segir í frétt á vef Rauða krossins. Guðný Nielsen, verkefnastjóri Rauða krossins var á staðnum og lýsir heimsókn ráðherra sem afskaplega ánægjulegri. „Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins í Malaví, sem þátt tóku í móttöku ráðherrans, voru í skýjunum. Það er mikill heiður að fá heimsókn svo háttsetts aðila og okkur þótti mjög vænt um að fá tækifæri til að kynna þetta einstaka þróunarsamstarf sem miðar að því að stórbæta líf 150 þúsund manns á strjálbýlum svæðum í þessu fátæka landi. Það skiptir miklu máli að geta veitt stjórnvöldum innsýn í þann árangur sem fæst fyrir tilstuðlan stuðnings þeirra.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent