Háttvís er hættulegur Þórlindur Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Það er frægt viðkvæði í bandarísku stjórnmálalífi að telja embætti varaforseta vera lítt eftirsóknarvert. Þeir sem veljast í embættið hafa takmörkuð formleg völd, þurfa að beygja sig algjörlega undir vilja og hagsmuni forsetans og hafa gjarnan lítið meira að gera heldur en varamarkmaður í fótboltaliði, sem kemur aldrei til sögu nema eitthvað hræðilegt hafi gerst. Einn af valdameiri varaforsetum síðustu aldar, John Nance Garner, sem gegndi embættinu í forsetatíð Roosevelt frá 1933 til 1941 er sagður hafa lýst varaforsetaembættinu þannig að það væri ekki meira virði en fötufylli af volgu hlandi eða hráka, heimildum ber ekki saman.Of vitlaus í hafnaboltann Stundum hafa varaforsetarnir verið fyrrverandi keppinautar þess sem á endanum hreppir embættið, þannig að á milli forsetans og varaforsetans liggja ýmsar óuppgerðar sakir og jafnvel kuldaleg fyrirlitning. Og eins er til í dæminu að varaforsetaefni sé valið sem algjört gluggaskraut, eins og var raunin þegar George Bush hinn eldri gerði fríðleikspiltinn Dan Quayle frá Indiana að varaforsetaefni sínu til þess að gera framboðið áferðarfallegra og höfða til yfirborðskenndra kjósenda í sveitahéruðum bandaríska miðvestursins. Þetta pólitíska girndarráð reyndist dýrkeypt því Quayle var viðvarandi aðhlátursefni fyrir klaufalega framgöngu sína, hlægilegan þekkingarskort og fádæma lélega kunnáttu í stafsetningu. Mörgum sem til þekktu fannst George, sonur forsetans, ekki mikið gáfulegri en varaforsetinn. Þegar George W. reyndi að komast til æðstu metorða innan bandarísku hafnaboltadeildarinnar í krafti þess að vera einn af eigendum Texas Rangers, þótti hinum eigendunum hugmyndin fjarstæðukennd. Allir kunnu prýðilega vel við George W. en engum datt í hug að hann hefði skapgerð og vitsmuni sem hentuðu til þess að takast á við hið ábyrgðarmikla embætti forseta bandaríska hafnaboltasambandsins. Valdamaður til vara En það kann að hafa verið gæfa George W. að þekkja ágætlega sín eigin takmörk. Þegar kom að því að velja frambjóðanda í embætti varaforseta fór hann því allt aðra leið en pabbi. Það var nefnilega engin fegurðarsamkeppni sem skilaði Dick Cheney, þáverandi forstjóra verktakafyrirtækisins Halliburton, í embætti varaforseta Bandaríkjanna. Cheney samþykkti með semingi að bjóða sig fram með drengnum en gegn því skilyrði að fá að ráða sjálfur ýmsu sem fram að því engan hefði órað fyrir að kæmi nálægt valdsviði varaforsetans. Þegar Bush yngri náði kjöri, með 5 atkvæðum gegn 4 í hæstarétti Bandaríkjanna, varð Cheney því að einum valdamesta manni heims þótt fæstir kjósendur hafi í raun og veru endilega ætlað að veita honum slík völd, heldur talið að hann væri bara til vara. Nú er til sýningar kvikmyndin Vice þar sem fjallað er um ævi þessa manns sem er sannarlega mikill áhrifavaldur í samtímanum þótt hann kunni engin fegrunarráð, húsþrifnaðaraðferðir eða myndist sérstaklega vel í þröngum fötum. Ó, nei. Cheney er áhrifavaldur af gamla skólanum, maður sem beitir áhrifum sínum til alvöru hluta, eins og að gera sprengjuárásir en ekki til þess að fá like á instasnappinu. Nafn myndarinnar vísar auðvitað til embættisheitisins, en það hefur einnig merkinguna löstur. Og löstur Cheneys er græðgin; nánar tiltekið óseðjandi valdagræðgi, sem myndin gerir engar tilraunir til þess að fegra. Cheney „afrekaði“ margt í embætti. Hann er maðurinn á bak við innrásina í Írak, pyntingarnar í Abu Graib, njósnirnar gegn almennum amerískum borgurum og margt margt fleira sem hann segist enn þann dag í dag vera alveg springandi stoltur af.Áhrifavaldur Myndin er listaverk—það er að segja, hún er ekki heimildarmynd og gerir ekki tilraun til þess að þykjast segja söguna með hárnákvæmum hætti. Enda er það ekki hægt meðal annars vegna þess hversu iðinn Cheney var að tortíma mikilvægum skjölum um embættisfærslur sínar. En þótt myndin sé ekki sagnfræðilega nákvæm þá segir hún samt mikilvægan sannleika sem ekki má gleymast. Cheney er einn af aðalhöfundum skáldskaparins sem leiddi til innrásarinnar í Írak. Það er nefnilega engin seinni tíma skýring að innrásin hafi verið byggð á lygum. Það hefðu allir átt að geta séð; að minnsta kosti ef þeir voru sæmilega læsir á ensku og aðgang að alþjóðlegum fjölmiðlum. Því er lýst vel í myndinni hvernig Cheney og félagar voru varla búnir að læra að stilla skrifstofustólana í Hvíta húsinu þegar búið var að draga upp kort af því hvernig skipta ætti olíulindum Íraks niður á amerísku olíufyrirtækin. Og svo þegar svo óheppilega vildi til að ósóminn bin Laden reyndist vera náskyldur vinafólkinu í Sádi-Arabíu, en svarinn hatursmaður Saddams Hussein, þá var alls konar þvættingur framleiddur til að blekkja fólk til þess að trúa hinu gagnstæða. Og svo þegar algjörlega var ljóst að engin tengsl voru milli bin Ladens og Íraks, og engin gjöreyðingarvopn höfðu fundist—þá var samt hafist handa við undirbúning innrásar, með stuðningi bandalags hinna trúgjörnu þjóða. Þannig tókst Cheney að koma mörgu til leiðar. Meira en hálf milljón borgara féll í Írak. Hann feðraði íslamska ríkið með því að gera ótíndan glæpahund að alþjóðlegri hryðjuverkastjörnu og setti þar að auki allt á annan endann í Írak með því að hafa enga vitræna áætlun um stjórn landsins eftir „frelsunina“. Þúsundum milljarða Bandaríkjadala var sólundað í stríðsreksturinn. En þrátt fyrir allar þessar óheppilegu afleiðingar, dauðsföll, limlestingar, örkuml, fátækt og fleira þá má ekki gleyma að hluthafar Halliburton græddu á tá og fingri og hlýtur hamingja þeirra og velmegun að skipta einhverju máli líka í þessu samhengi.Góðar hliðar og vondar En vont fólk á sér líka góðar hliðar, alveg eins og gott fólk á sér slæmar hliðar. Dick Cheney er sýndur í myndinni sem ástkær fjölskyldufaðir sem ber einlæga og hreina ást til konu sinnar og dætra. Hann fórnar meira að segja pólitískum frama tímabundið til að vernda samkynhneigða dóttur sína frá kastljósi fjölmiðla—og sýnir henni algjöra hollustu og ást þegar hún greinir frá tilfinningum sínum. Þótt látið sé liggja að því að jafnvel þessi bönd hafi trosnað síðar, þá mega menn þó eiga það sem þeir eiga. Og ekki var Cheney að klæmast eða kássast upp á fólkið í kringum sig. Hann má eiga það líka—jah, nema ef við teljum með þau hundruð þúsunda sem fórust, örkumluðust og misstu börn sín og maka í lygastríðunum hans. Þeim fannst hann kannski ekki vera neitt sérstaklega til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er frægt viðkvæði í bandarísku stjórnmálalífi að telja embætti varaforseta vera lítt eftirsóknarvert. Þeir sem veljast í embættið hafa takmörkuð formleg völd, þurfa að beygja sig algjörlega undir vilja og hagsmuni forsetans og hafa gjarnan lítið meira að gera heldur en varamarkmaður í fótboltaliði, sem kemur aldrei til sögu nema eitthvað hræðilegt hafi gerst. Einn af valdameiri varaforsetum síðustu aldar, John Nance Garner, sem gegndi embættinu í forsetatíð Roosevelt frá 1933 til 1941 er sagður hafa lýst varaforsetaembættinu þannig að það væri ekki meira virði en fötufylli af volgu hlandi eða hráka, heimildum ber ekki saman.Of vitlaus í hafnaboltann Stundum hafa varaforsetarnir verið fyrrverandi keppinautar þess sem á endanum hreppir embættið, þannig að á milli forsetans og varaforsetans liggja ýmsar óuppgerðar sakir og jafnvel kuldaleg fyrirlitning. Og eins er til í dæminu að varaforsetaefni sé valið sem algjört gluggaskraut, eins og var raunin þegar George Bush hinn eldri gerði fríðleikspiltinn Dan Quayle frá Indiana að varaforsetaefni sínu til þess að gera framboðið áferðarfallegra og höfða til yfirborðskenndra kjósenda í sveitahéruðum bandaríska miðvestursins. Þetta pólitíska girndarráð reyndist dýrkeypt því Quayle var viðvarandi aðhlátursefni fyrir klaufalega framgöngu sína, hlægilegan þekkingarskort og fádæma lélega kunnáttu í stafsetningu. Mörgum sem til þekktu fannst George, sonur forsetans, ekki mikið gáfulegri en varaforsetinn. Þegar George W. reyndi að komast til æðstu metorða innan bandarísku hafnaboltadeildarinnar í krafti þess að vera einn af eigendum Texas Rangers, þótti hinum eigendunum hugmyndin fjarstæðukennd. Allir kunnu prýðilega vel við George W. en engum datt í hug að hann hefði skapgerð og vitsmuni sem hentuðu til þess að takast á við hið ábyrgðarmikla embætti forseta bandaríska hafnaboltasambandsins. Valdamaður til vara En það kann að hafa verið gæfa George W. að þekkja ágætlega sín eigin takmörk. Þegar kom að því að velja frambjóðanda í embætti varaforseta fór hann því allt aðra leið en pabbi. Það var nefnilega engin fegurðarsamkeppni sem skilaði Dick Cheney, þáverandi forstjóra verktakafyrirtækisins Halliburton, í embætti varaforseta Bandaríkjanna. Cheney samþykkti með semingi að bjóða sig fram með drengnum en gegn því skilyrði að fá að ráða sjálfur ýmsu sem fram að því engan hefði órað fyrir að kæmi nálægt valdsviði varaforsetans. Þegar Bush yngri náði kjöri, með 5 atkvæðum gegn 4 í hæstarétti Bandaríkjanna, varð Cheney því að einum valdamesta manni heims þótt fæstir kjósendur hafi í raun og veru endilega ætlað að veita honum slík völd, heldur talið að hann væri bara til vara. Nú er til sýningar kvikmyndin Vice þar sem fjallað er um ævi þessa manns sem er sannarlega mikill áhrifavaldur í samtímanum þótt hann kunni engin fegrunarráð, húsþrifnaðaraðferðir eða myndist sérstaklega vel í þröngum fötum. Ó, nei. Cheney er áhrifavaldur af gamla skólanum, maður sem beitir áhrifum sínum til alvöru hluta, eins og að gera sprengjuárásir en ekki til þess að fá like á instasnappinu. Nafn myndarinnar vísar auðvitað til embættisheitisins, en það hefur einnig merkinguna löstur. Og löstur Cheneys er græðgin; nánar tiltekið óseðjandi valdagræðgi, sem myndin gerir engar tilraunir til þess að fegra. Cheney „afrekaði“ margt í embætti. Hann er maðurinn á bak við innrásina í Írak, pyntingarnar í Abu Graib, njósnirnar gegn almennum amerískum borgurum og margt margt fleira sem hann segist enn þann dag í dag vera alveg springandi stoltur af.Áhrifavaldur Myndin er listaverk—það er að segja, hún er ekki heimildarmynd og gerir ekki tilraun til þess að þykjast segja söguna með hárnákvæmum hætti. Enda er það ekki hægt meðal annars vegna þess hversu iðinn Cheney var að tortíma mikilvægum skjölum um embættisfærslur sínar. En þótt myndin sé ekki sagnfræðilega nákvæm þá segir hún samt mikilvægan sannleika sem ekki má gleymast. Cheney er einn af aðalhöfundum skáldskaparins sem leiddi til innrásarinnar í Írak. Það er nefnilega engin seinni tíma skýring að innrásin hafi verið byggð á lygum. Það hefðu allir átt að geta séð; að minnsta kosti ef þeir voru sæmilega læsir á ensku og aðgang að alþjóðlegum fjölmiðlum. Því er lýst vel í myndinni hvernig Cheney og félagar voru varla búnir að læra að stilla skrifstofustólana í Hvíta húsinu þegar búið var að draga upp kort af því hvernig skipta ætti olíulindum Íraks niður á amerísku olíufyrirtækin. Og svo þegar svo óheppilega vildi til að ósóminn bin Laden reyndist vera náskyldur vinafólkinu í Sádi-Arabíu, en svarinn hatursmaður Saddams Hussein, þá var alls konar þvættingur framleiddur til að blekkja fólk til þess að trúa hinu gagnstæða. Og svo þegar algjörlega var ljóst að engin tengsl voru milli bin Ladens og Íraks, og engin gjöreyðingarvopn höfðu fundist—þá var samt hafist handa við undirbúning innrásar, með stuðningi bandalags hinna trúgjörnu þjóða. Þannig tókst Cheney að koma mörgu til leiðar. Meira en hálf milljón borgara féll í Írak. Hann feðraði íslamska ríkið með því að gera ótíndan glæpahund að alþjóðlegri hryðjuverkastjörnu og setti þar að auki allt á annan endann í Írak með því að hafa enga vitræna áætlun um stjórn landsins eftir „frelsunina“. Þúsundum milljarða Bandaríkjadala var sólundað í stríðsreksturinn. En þrátt fyrir allar þessar óheppilegu afleiðingar, dauðsföll, limlestingar, örkuml, fátækt og fleira þá má ekki gleyma að hluthafar Halliburton græddu á tá og fingri og hlýtur hamingja þeirra og velmegun að skipta einhverju máli líka í þessu samhengi.Góðar hliðar og vondar En vont fólk á sér líka góðar hliðar, alveg eins og gott fólk á sér slæmar hliðar. Dick Cheney er sýndur í myndinni sem ástkær fjölskyldufaðir sem ber einlæga og hreina ást til konu sinnar og dætra. Hann fórnar meira að segja pólitískum frama tímabundið til að vernda samkynhneigða dóttur sína frá kastljósi fjölmiðla—og sýnir henni algjöra hollustu og ást þegar hún greinir frá tilfinningum sínum. Þótt látið sé liggja að því að jafnvel þessi bönd hafi trosnað síðar, þá mega menn þó eiga það sem þeir eiga. Og ekki var Cheney að klæmast eða kássast upp á fólkið í kringum sig. Hann má eiga það líka—jah, nema ef við teljum með þau hundruð þúsunda sem fórust, örkumluðust og misstu börn sín og maka í lygastríðunum hans. Þeim fannst hann kannski ekki vera neitt sérstaklega til fyrirmyndar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun