Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið. Þá hefur lögreglu verið gert viðvart. Rúmenarnir starfa eða störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu efh. í byggingariðnaði. Þeir dvelja í þessu ólöglega íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi ásamt fjölda annarra Rúmena og búa þeir mjög þröngt.„Fæ ekkert borgað“ Romeo Sarga hefur unnið fyrir starfsmannaleiguna í sex mánuði. „Það eru alltaf vandræði með peninga. Við fáum aldrei borgað. Við fáum ekki borgaða yfirvinnu, við fáum ekkert borgað,“ segir Romeo og bætir við að fjölmargir Rúmenar séu í sömu sporum. „Margir menn, fjörutíu eða fimmtíu menn,“ segir Sarga. Hann segir þá alla vera að gefast upp. „Ég kom hingað til að hjálpa fjölskyldunni minni. En ég fæ ekkert borgað,“ segir Sarga. Vísir/SigurjónFjallað um leiguna í Kveik Þegar fréttastofa var á staðnum mættu fulltrúar ASÍ enda hafa samtökin lengi haft grun um að starfsmannaleigan fari illa með starfsmenn. Fjallað var um starfsmannaleiguna í þættinum Kveik á RÚV í fyrrahaust. „Eins og þeir eru að upplýsa okkur núna og við höfum enga ástæðu til að efast um þá náttúrulega bæði er verið að ræna af þeim launum. Sumir segjast ekki hafa fengið greidd laun mánuðum saman og aðrir lítið sem ekki neitt. Við sjáum náttúrulega þessar aðstæður sem þeir búa við og borga stórfé fyrir þannig það er engin ástæða til að ætla annað en að hér sé um að ræða alvarlega brotastarfsemi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. „Að mínu mati er þetta nauðgunavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikniga hjá þeim þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum,“ segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2Vel falin Mennirnir segjast borga tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu og að fyrirframgreiðsla sé skráð á launaseðla sem þeir hafi aldrei fengið. Halldór segir málið nokkuð óvenjulegt þar sem meint svik virðist vel falin þar sem gögn frá starfsmannaleigunni gefi til kynna að hlutirnir séu í lagi. „Samkvæmt þessu virðast þeir vera að framleiða einhverja pappíra fyrir okkur og opinbera aðila sem eru síðan á skjön við raunveruleikann,“ segir Halldór og bætir við að aðstæður mannanna séu ömurlegar. „Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim,“ segir Halldór. Vísir/SigurjónHafa enga peninga svo enginn kemst burt Rúmenarnir lýsa því að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til forsvarsmanna leigunnar sé fátt um svör. Nokkrir mannanna hættu að mæta til vinnu á dögunum vegna þess að þeir hefðu ekki fengið laun greidd. Þeir segja að í gær hafi ógnandi menn mætt og hótað þeim að reka þá út. „Hvert eigum við að fara? Við höfum enga peninga. Svo það fer enginn héðan,“ segir Grigore Daniel, starfsmaður leigunnar. Þá er starfsmannaleigan með annað eins húsnæði á Dalvegi í Kópavogi þar sem fjöldi verkamanna dvelja í svipuðum aðstæðum. Húsnæðið er fyrir ofan bónþvottastöð sem gerir það að verkum að þar er stæk tjöruleysislykt og segjast mennirnir verða veikir af henni. Nokkrir mannanna voru boðaðir á fund Eflingar ásamt fulltrúum ASÍ í dag og lögðu fram gögn vegna launamála sinna. ASÍ hefur leitað til lögreglu vegna málsins. „Við höfum enga ástæðu til að rengja upplýsingar mannanna. Mér sýnist annars vegar vera um að ræða umfangsmikla brotastarfsemi af hálfu þessa fyrirtækis. Mögulega skjalafals og eitthvað ennþá verra og gagnvart þessum starfsmönnum er þetta nauðungarvinna og mögulega þrælahald,“ segir Halldór. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísaði öllum ásökunum á bug. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið. Þá hefur lögreglu verið gert viðvart. Rúmenarnir starfa eða störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu efh. í byggingariðnaði. Þeir dvelja í þessu ólöglega íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi ásamt fjölda annarra Rúmena og búa þeir mjög þröngt.„Fæ ekkert borgað“ Romeo Sarga hefur unnið fyrir starfsmannaleiguna í sex mánuði. „Það eru alltaf vandræði með peninga. Við fáum aldrei borgað. Við fáum ekki borgaða yfirvinnu, við fáum ekkert borgað,“ segir Romeo og bætir við að fjölmargir Rúmenar séu í sömu sporum. „Margir menn, fjörutíu eða fimmtíu menn,“ segir Sarga. Hann segir þá alla vera að gefast upp. „Ég kom hingað til að hjálpa fjölskyldunni minni. En ég fæ ekkert borgað,“ segir Sarga. Vísir/SigurjónFjallað um leiguna í Kveik Þegar fréttastofa var á staðnum mættu fulltrúar ASÍ enda hafa samtökin lengi haft grun um að starfsmannaleigan fari illa með starfsmenn. Fjallað var um starfsmannaleiguna í þættinum Kveik á RÚV í fyrrahaust. „Eins og þeir eru að upplýsa okkur núna og við höfum enga ástæðu til að efast um þá náttúrulega bæði er verið að ræna af þeim launum. Sumir segjast ekki hafa fengið greidd laun mánuðum saman og aðrir lítið sem ekki neitt. Við sjáum náttúrulega þessar aðstæður sem þeir búa við og borga stórfé fyrir þannig það er engin ástæða til að ætla annað en að hér sé um að ræða alvarlega brotastarfsemi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. „Að mínu mati er þetta nauðgunavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikniga hjá þeim þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum,“ segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2Vel falin Mennirnir segjast borga tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu og að fyrirframgreiðsla sé skráð á launaseðla sem þeir hafi aldrei fengið. Halldór segir málið nokkuð óvenjulegt þar sem meint svik virðist vel falin þar sem gögn frá starfsmannaleigunni gefi til kynna að hlutirnir séu í lagi. „Samkvæmt þessu virðast þeir vera að framleiða einhverja pappíra fyrir okkur og opinbera aðila sem eru síðan á skjön við raunveruleikann,“ segir Halldór og bætir við að aðstæður mannanna séu ömurlegar. „Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim,“ segir Halldór. Vísir/SigurjónHafa enga peninga svo enginn kemst burt Rúmenarnir lýsa því að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til forsvarsmanna leigunnar sé fátt um svör. Nokkrir mannanna hættu að mæta til vinnu á dögunum vegna þess að þeir hefðu ekki fengið laun greidd. Þeir segja að í gær hafi ógnandi menn mætt og hótað þeim að reka þá út. „Hvert eigum við að fara? Við höfum enga peninga. Svo það fer enginn héðan,“ segir Grigore Daniel, starfsmaður leigunnar. Þá er starfsmannaleigan með annað eins húsnæði á Dalvegi í Kópavogi þar sem fjöldi verkamanna dvelja í svipuðum aðstæðum. Húsnæðið er fyrir ofan bónþvottastöð sem gerir það að verkum að þar er stæk tjöruleysislykt og segjast mennirnir verða veikir af henni. Nokkrir mannanna voru boðaðir á fund Eflingar ásamt fulltrúum ASÍ í dag og lögðu fram gögn vegna launamála sinna. ASÍ hefur leitað til lögreglu vegna málsins. „Við höfum enga ástæðu til að rengja upplýsingar mannanna. Mér sýnist annars vegar vera um að ræða umfangsmikla brotastarfsemi af hálfu þessa fyrirtækis. Mögulega skjalafals og eitthvað ennþá verra og gagnvart þessum starfsmönnum er þetta nauðungarvinna og mögulega þrælahald,“ segir Halldór. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísaði öllum ásökunum á bug.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira