Hversdagssaga Þorvaldur Gylfason skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Reykjavík – Saga þjóðar hvílir á þrem meginstoðum. Fyrsta stoðin er sagan eins og sagnfræðingar skrá hana skv. skrifuðum heimildum, einkum stjórnmála- og menningarsaga og persónusaga – oftast af sjónarhóli þeirra sem mest máttu sín. Næsta stoð er sagan eins og hún horfir við skáldum og fræðimönnum. Nærtækt dæmi er Íslendingasögur sem nútímamenn skoða yfirleitt sem skáldverk í samræmi við bókfestukenninguna frekar en sem annála.Þriðja stoðin þéttir söguna Fyrsta stoðin stóð ein lengi vel. Önnur stoðin, framlag skáldanna, reis varla í vitund manna að heitið geti fyrr en á 19. öld þegar bókfestukenningin ýtti sagnfestu til hliðar, kenningunni um Íslendingasögur sem sannsögulegar heimildir. Þriðja stoðin er félagssagan, stundum nefnd hversdagssaga, alþýðusaga fólks sem hvergi komst á blað í hefðbundinni sagnfræði. Þessi þriðja stoð reis ekki að ráði fyrr en á níunda áratug 20. aldar með aukinni lýðræðisvitund almennings. Hér er átt við sögur venjulegs fólks í dagsins önn, fólks sem kemur yfirleitt hvergi við sögu sagnfræðinganna og yfirleitt ekki heldur skáldanna. Frásagnir þessa fólks fylla og þétta þjóðarsöguna, bregða nýrri birtu á hana og breyta stefnu hennar og inntaki. Sagnfræðingar tóku að gefa slíku efni meiri gaum eftir því sem traust almennings til yfirvalda tók að dvína eftir 1980. Þá steig fram fleira fólk en áður til að segja sögu sína. Þetta er helzta burðarstoð íslenzkrar sjálfsævisöguritunar. Frásagnir alþýðufólks hafa lengi lifað með þjóðinni þótt þær yrðu ekki viðfangsefni sagnfræðinga fyrr en undir lok 20. aldar. Sjálfsbókmenntirnar stóðu á gömlum merg persónusögu sem flokka má sem þjóðlegan fróðleik. Þegar félagssagan ruddi sér til rúms komu sagnfræðingar um síðir auga á þennan merkilega hluta menningararfsins og tóku að nýta hann til að rannsaka sögu alþýðunnar. Fyrir þann tíma var litið á slíkt efni sem skemmtibókmenntir sem ættu lítið erindi við vísindi.Sjaldgæf innsýn Á fyrri tíð þegar sagan var fyrst og síðast saga þeirra sem mest máttu sín komust aðrir ekki á blað, t.d. konur. Það gerðist t.d. ekki fyrr en 2012 að út var gefin Dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923 í bókaröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í Háskóla Íslands á veg og vanda af ásamt Má Jónssyni og Davíð Ólafssyni samstarfsmönnum sínum. Elka hafði frá ýmsu að segja sem ella hefði fallið í gleymsku, t.d. um Spænsku veikina, fullveldisfagnaðinn 1. desember 1918, fundi Bókmenntafélagsins og stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar. Frásögn hennar komst ekki á þrykk fyrr en alþýðusagan fékk byr undir vængi seint á 20. öld. Í bókaflokknum Merkir Íslendingar (sex bindi, 1947-1957) eru 96 ritgerðir um enn fleiri karla; ég segi „enn fleiri“ því tvær ritgerðirnar fjalla um feðga. Aðrar bækur af sama toga eru m.a. sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar Í verum (1941), bók Gísla Jónssonar alþingismanns Frá foreldrum mínum. Íslensk baráttusaga (1966) og ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar rithöfundar frá 1974, saga alþýðumanns sem mátti frá ungum aldri berjast fyrir lífi sínu og móður sinnar frá degi til dags. Önnur markverð dæmi eru dagbækur alþýðuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi, sjálfsævisaga Tryggva Emilssonar Fátækt fólk (1976-1979) og minningabækur Hannesar Sigfússonar skálds Flökkulíf (1981) og Framhaldslíf förumanns (1985). Enn eitt fróðlegt dæmi er Bræður af Ströndum þar sem dagbækur tveggja bræðra, bréf og annað efni veita sjaldgæfa innsýn í daglegt líf fólks á ofanverðri 19. öld undir leiðsögn Sigurðar Gylfa Magnússonar. Margar aðrar bækur misvel þekktra höfunda mætti nefna auk mikils fjölda sjálfsævisagna þjóðþekktra karla og kvenna.Sjónarhóll hagnýtrar sagnfræði Bækur sem þessar, sögur fólks sem sagnfræði með gamla laginu horfir fram hjá, birtast enn, stundum aðallega til heimabrúks. Arngrímur Sigurðsson kennari birti Hver ein tíð: Minningavefur einnar aldar (þrjú bindi, 2004). Nýrra dæmi er Jón og Jóna frá 2017, saga Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar læknis og konu hans Jónu Halldóru Bjarnadóttur eftir Kristínu Jónsdóttur. Of lítið er gefið út af slíkum bókum af sjónarhóli hagnýtrar sagnfræði, e.t.v. af því að höfundarnir sjálfir, fjölskyldur þeirra eða útgefendur treysta ekki á áhuga óvandabundins fólks á slíkum sögum, vanmeta gildi þeirra og telja efnið því ekki eiga erindi út fyrir raðir fjölskyldunnar. Því kann margt gott efni að koma fyrir sjónir færra fólks en vert væri. Mikils er um vert að sagnfræðingar og aðrir vinni skipulega úr birtum sem óbirtum endurminningum, sjálfsævisögum, samtalsbókum, bréfum, dagbókum og skráðum svörum við spurningalistum Þjóðminjasafnsins þar sem hefur verið safnað saman miklu efni um hversdagsmenningu íslenzkrar alþýðu s.l. 150 ár. Slíkar heimildir eru verðmæt uppspretta vitneskju um liðna tíð handa þeim sem vilja kynnast högum ekki bara höfðingjanna heldur einnig venjulegs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Saga þjóðar hvílir á þrem meginstoðum. Fyrsta stoðin er sagan eins og sagnfræðingar skrá hana skv. skrifuðum heimildum, einkum stjórnmála- og menningarsaga og persónusaga – oftast af sjónarhóli þeirra sem mest máttu sín. Næsta stoð er sagan eins og hún horfir við skáldum og fræðimönnum. Nærtækt dæmi er Íslendingasögur sem nútímamenn skoða yfirleitt sem skáldverk í samræmi við bókfestukenninguna frekar en sem annála.Þriðja stoðin þéttir söguna Fyrsta stoðin stóð ein lengi vel. Önnur stoðin, framlag skáldanna, reis varla í vitund manna að heitið geti fyrr en á 19. öld þegar bókfestukenningin ýtti sagnfestu til hliðar, kenningunni um Íslendingasögur sem sannsögulegar heimildir. Þriðja stoðin er félagssagan, stundum nefnd hversdagssaga, alþýðusaga fólks sem hvergi komst á blað í hefðbundinni sagnfræði. Þessi þriðja stoð reis ekki að ráði fyrr en á níunda áratug 20. aldar með aukinni lýðræðisvitund almennings. Hér er átt við sögur venjulegs fólks í dagsins önn, fólks sem kemur yfirleitt hvergi við sögu sagnfræðinganna og yfirleitt ekki heldur skáldanna. Frásagnir þessa fólks fylla og þétta þjóðarsöguna, bregða nýrri birtu á hana og breyta stefnu hennar og inntaki. Sagnfræðingar tóku að gefa slíku efni meiri gaum eftir því sem traust almennings til yfirvalda tók að dvína eftir 1980. Þá steig fram fleira fólk en áður til að segja sögu sína. Þetta er helzta burðarstoð íslenzkrar sjálfsævisöguritunar. Frásagnir alþýðufólks hafa lengi lifað með þjóðinni þótt þær yrðu ekki viðfangsefni sagnfræðinga fyrr en undir lok 20. aldar. Sjálfsbókmenntirnar stóðu á gömlum merg persónusögu sem flokka má sem þjóðlegan fróðleik. Þegar félagssagan ruddi sér til rúms komu sagnfræðingar um síðir auga á þennan merkilega hluta menningararfsins og tóku að nýta hann til að rannsaka sögu alþýðunnar. Fyrir þann tíma var litið á slíkt efni sem skemmtibókmenntir sem ættu lítið erindi við vísindi.Sjaldgæf innsýn Á fyrri tíð þegar sagan var fyrst og síðast saga þeirra sem mest máttu sín komust aðrir ekki á blað, t.d. konur. Það gerðist t.d. ekki fyrr en 2012 að út var gefin Dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923 í bókaröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í Háskóla Íslands á veg og vanda af ásamt Má Jónssyni og Davíð Ólafssyni samstarfsmönnum sínum. Elka hafði frá ýmsu að segja sem ella hefði fallið í gleymsku, t.d. um Spænsku veikina, fullveldisfagnaðinn 1. desember 1918, fundi Bókmenntafélagsins og stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar. Frásögn hennar komst ekki á þrykk fyrr en alþýðusagan fékk byr undir vængi seint á 20. öld. Í bókaflokknum Merkir Íslendingar (sex bindi, 1947-1957) eru 96 ritgerðir um enn fleiri karla; ég segi „enn fleiri“ því tvær ritgerðirnar fjalla um feðga. Aðrar bækur af sama toga eru m.a. sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar Í verum (1941), bók Gísla Jónssonar alþingismanns Frá foreldrum mínum. Íslensk baráttusaga (1966) og ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar rithöfundar frá 1974, saga alþýðumanns sem mátti frá ungum aldri berjast fyrir lífi sínu og móður sinnar frá degi til dags. Önnur markverð dæmi eru dagbækur alþýðuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi, sjálfsævisaga Tryggva Emilssonar Fátækt fólk (1976-1979) og minningabækur Hannesar Sigfússonar skálds Flökkulíf (1981) og Framhaldslíf förumanns (1985). Enn eitt fróðlegt dæmi er Bræður af Ströndum þar sem dagbækur tveggja bræðra, bréf og annað efni veita sjaldgæfa innsýn í daglegt líf fólks á ofanverðri 19. öld undir leiðsögn Sigurðar Gylfa Magnússonar. Margar aðrar bækur misvel þekktra höfunda mætti nefna auk mikils fjölda sjálfsævisagna þjóðþekktra karla og kvenna.Sjónarhóll hagnýtrar sagnfræði Bækur sem þessar, sögur fólks sem sagnfræði með gamla laginu horfir fram hjá, birtast enn, stundum aðallega til heimabrúks. Arngrímur Sigurðsson kennari birti Hver ein tíð: Minningavefur einnar aldar (þrjú bindi, 2004). Nýrra dæmi er Jón og Jóna frá 2017, saga Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar læknis og konu hans Jónu Halldóru Bjarnadóttur eftir Kristínu Jónsdóttur. Of lítið er gefið út af slíkum bókum af sjónarhóli hagnýtrar sagnfræði, e.t.v. af því að höfundarnir sjálfir, fjölskyldur þeirra eða útgefendur treysta ekki á áhuga óvandabundins fólks á slíkum sögum, vanmeta gildi þeirra og telja efnið því ekki eiga erindi út fyrir raðir fjölskyldunnar. Því kann margt gott efni að koma fyrir sjónir færra fólks en vert væri. Mikils er um vert að sagnfræðingar og aðrir vinni skipulega úr birtum sem óbirtum endurminningum, sjálfsævisögum, samtalsbókum, bréfum, dagbókum og skráðum svörum við spurningalistum Þjóðminjasafnsins þar sem hefur verið safnað saman miklu efni um hversdagsmenningu íslenzkrar alþýðu s.l. 150 ár. Slíkar heimildir eru verðmæt uppspretta vitneskju um liðna tíð handa þeim sem vilja kynnast högum ekki bara höfðingjanna heldur einnig venjulegs fólks.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar