Plastpokabann – mikilvægt skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun