Betra samfélag fyrir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:34 Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun