Lífið

„Eins og að horfa á málningu ljúga“

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst tveir þættir voru sendir út í beinni útsendingu vegna ræðu Trump.
Minnst tveir þættir voru sendir út í beinni útsendingu vegna ræðu Trump.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt stefnuræðu sína í nótt. Þar hvatti hann til samstöðu stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, tilkynnti annan fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, ítrekaði loforð sitt um að byggja múr á landamærunum að Mexíkó og gagnrýndi þær fjölmörgu rannsóknir sem að honum snúa, svo eitthvað sé nefnt.

Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna fjölluðu mikið um ræðu Trump í gær og voru minnst tveir þættir sendir út í beinni útsendingu vegna hennar. Þeir gerðu stólpagrín að Trump og fengu þar að auki gesti til að ræða ræðu forsetans. Þar á meðal var leikstjórinn Spike Lee sem sagðist ætla að meta Trump eftir gjörðum hans en ekki orðum.

Hér að neðan má sjá nokkur atriði úr þáttum næturinnar.

Stephen Colbert var í beinni útsendingu og mest allur þáttur hans snerist um ræðu Trump. Trevor Noah var einnig í beinni Jimmy Kimmel Seth Meyers Jimmy Fallon James Corden Samantha Bee var ekki með þátt í nótt en hún tjáði sig samt um ræðuna á Twitter.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.