Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. febrúar 2019 07:37 Stefnuræða Trump var 82 mínútna löng. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fylgdust grannt með. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í stefnuræðu sinni í nótt að hann muni á næstunni hitta Kim Jong-un á nýjan leik til að ræða kjarnorkumál. Fundurinn á að fara fram dagana 27. og 28. febrúar næstkomandi og fer hann fram í Víetnam. Fundur Trumps og Kim Jong-un verður í annað sinn sem þeir hittast og sagði forsetinn í 82 mínútna langri ræðu sinni í nótt það vera sitt álit að ef þeir hefðu ekki hist á sínum tíma, væru Bandaríkjamenn nú í allsherjarstríði við Norður Kóreu. Trump ítrekaði loforð sitt um að byggja múr á landamærunum að Mexíkó án þess þó að leggja fram afarkosti í þeim efnum. Hann hefur ítrekað hótað að lýsa yfir neyðarástandi til að fara fram hjá þinginu og tryggja fjármuni fyrir framkvæmdunum en lét það vera í stefnuræðunni. Lýsti hann stöðunni á landamærunum engu að síður sem „áríðandi þjóðarneyðarástandi“. Þá gagnrýndi forsetinn harðlega þær rannsóknir sem eru í gangi og beinast að forsetanum og starfsliði hans í stefnuræðunni. Trump kallaði rannsóknirnar fáránlegar og runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Um leið biðlaði hann um pólitíska samstöðu í Bandaríkjunum og sagði að sundrung í landinu ógni hagsæld landsins. „Við verðum að hafna stjórnmálum hefndar, andstöðu og refsingar og að taka opnum örmum endalausum möguleikum samvinnu, málamiðlunar og almannaheilla,“ sagði forsetinn sem hefur klofið þjóð sína eins og fáir aðrir. Fyrr um daginn hafði hann kallað Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeild þingsins, „tíkarson“ og lýst Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem „heimskum“ í hádegisverði með fréttaþulum. Ákvörðun Trump um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og mögulega Afganistan hafa verið umdeildar. Í stefnuræðunni sinni endurtók Trump að hafi viljað hætta endalausum stríðum frá því í kosningabaráttunni. „Nú þegar við vinnum með bandamönnum okkar að því að eyða því sem eftir eimir af Ríki íslams er kominn tími til að við bjóðum hugrökku stríðsmennina okkar í Sýrlandi velkomna heim," sagði Trump. Þingmenn repúblikana veittu Trump standandi lófatök og mátti heyra hávær fagnaðaróp í þingsalnum.Þingkonur demókrata skáru sig sérstaklega úr í þingsalnum en þær mættu hvítklæddar til að heiðra súffragetturnar sem börðust fyrir kosningarétti kvenna. Aldrei hafa fleiri konuð setið á þingi en nú, langlflestar þeirra fyrir demókrata.Vísir/EPAVísun til árangurs kvenna eina sem sameinaði fylkingarnar Ræðan fór síður vel í demókrata í salnum með einni undantekningu. Þingmenn þeirra fögnuðu vel þegar Trump minntist á að aldrei hefðu fleiri konur átt sæti á Bandaríkjaþingi en nú. Konur í þingliði demókrata, sem sameinuðust um að mæta hvítkæddar á ræðuna til að heiðra súffragettur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, stóðu þá upp og klöppuðu fyrir sér og forsetanum. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að við höfum fleiri konur á vinnumarkaðinum en nokkru sinni áður og einmitt einni öld eftir að þingið samþykktu stjórnarskrárviðauka um að gefa konum kosningarétt erum við einnig við fleiri konur á þingi en nokkru sinni áður,“ sagði Trump við dynjandi lófatak. Utan þess augnabliks er loftið í þingsalnum sagt hafa verið spennuþrungið. Þegar Trump sagði stöðu ríkisins sterka sátu hvítklæddar konur í liði demókrata fastar í sætum sínum á meðan þingmenn repúblikana, sem langflestir eru hvítir karlmenn í dökkum jakkafötum, stóðu upp og klöppuðu, að sögn Washington Post. Eftir að ræðu Trump var lokið sendu demókratar frá sér andsvar. Stacey Abrams, sem tapaði naumlega kosningum til ríkisstjóra í Georgíu, gagnrýndi forsetann harðlega fyrir að hafa valdið rúmlega mánaðarlangri lokun alríkisstofnana. „Lokunin var glæfrabragð sem forseti Bandaríkjanna hannaði og storkaði öllum meginreglum um sanngirni og varpaði ekki aðeins þjóð okkar, heldur gildum okkar, fyrir róða,“ sagði Abrams. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í stefnuræðu sinni í nótt að hann muni á næstunni hitta Kim Jong-un á nýjan leik til að ræða kjarnorkumál. Fundurinn á að fara fram dagana 27. og 28. febrúar næstkomandi og fer hann fram í Víetnam. Fundur Trumps og Kim Jong-un verður í annað sinn sem þeir hittast og sagði forsetinn í 82 mínútna langri ræðu sinni í nótt það vera sitt álit að ef þeir hefðu ekki hist á sínum tíma, væru Bandaríkjamenn nú í allsherjarstríði við Norður Kóreu. Trump ítrekaði loforð sitt um að byggja múr á landamærunum að Mexíkó án þess þó að leggja fram afarkosti í þeim efnum. Hann hefur ítrekað hótað að lýsa yfir neyðarástandi til að fara fram hjá þinginu og tryggja fjármuni fyrir framkvæmdunum en lét það vera í stefnuræðunni. Lýsti hann stöðunni á landamærunum engu að síður sem „áríðandi þjóðarneyðarástandi“. Þá gagnrýndi forsetinn harðlega þær rannsóknir sem eru í gangi og beinast að forsetanum og starfsliði hans í stefnuræðunni. Trump kallaði rannsóknirnar fáránlegar og runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Um leið biðlaði hann um pólitíska samstöðu í Bandaríkjunum og sagði að sundrung í landinu ógni hagsæld landsins. „Við verðum að hafna stjórnmálum hefndar, andstöðu og refsingar og að taka opnum örmum endalausum möguleikum samvinnu, málamiðlunar og almannaheilla,“ sagði forsetinn sem hefur klofið þjóð sína eins og fáir aðrir. Fyrr um daginn hafði hann kallað Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeild þingsins, „tíkarson“ og lýst Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem „heimskum“ í hádegisverði með fréttaþulum. Ákvörðun Trump um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og mögulega Afganistan hafa verið umdeildar. Í stefnuræðunni sinni endurtók Trump að hafi viljað hætta endalausum stríðum frá því í kosningabaráttunni. „Nú þegar við vinnum með bandamönnum okkar að því að eyða því sem eftir eimir af Ríki íslams er kominn tími til að við bjóðum hugrökku stríðsmennina okkar í Sýrlandi velkomna heim," sagði Trump. Þingmenn repúblikana veittu Trump standandi lófatök og mátti heyra hávær fagnaðaróp í þingsalnum.Þingkonur demókrata skáru sig sérstaklega úr í þingsalnum en þær mættu hvítklæddar til að heiðra súffragetturnar sem börðust fyrir kosningarétti kvenna. Aldrei hafa fleiri konuð setið á þingi en nú, langlflestar þeirra fyrir demókrata.Vísir/EPAVísun til árangurs kvenna eina sem sameinaði fylkingarnar Ræðan fór síður vel í demókrata í salnum með einni undantekningu. Þingmenn þeirra fögnuðu vel þegar Trump minntist á að aldrei hefðu fleiri konur átt sæti á Bandaríkjaþingi en nú. Konur í þingliði demókrata, sem sameinuðust um að mæta hvítkæddar á ræðuna til að heiðra súffragettur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, stóðu þá upp og klöppuðu fyrir sér og forsetanum. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að við höfum fleiri konur á vinnumarkaðinum en nokkru sinni áður og einmitt einni öld eftir að þingið samþykktu stjórnarskrárviðauka um að gefa konum kosningarétt erum við einnig við fleiri konur á þingi en nokkru sinni áður,“ sagði Trump við dynjandi lófatak. Utan þess augnabliks er loftið í þingsalnum sagt hafa verið spennuþrungið. Þegar Trump sagði stöðu ríkisins sterka sátu hvítklæddar konur í liði demókrata fastar í sætum sínum á meðan þingmenn repúblikana, sem langflestir eru hvítir karlmenn í dökkum jakkafötum, stóðu upp og klöppuðu, að sögn Washington Post. Eftir að ræðu Trump var lokið sendu demókratar frá sér andsvar. Stacey Abrams, sem tapaði naumlega kosningum til ríkisstjóra í Georgíu, gagnrýndi forsetann harðlega fyrir að hafa valdið rúmlega mánaðarlangri lokun alríkisstofnana. „Lokunin var glæfrabragð sem forseti Bandaríkjanna hannaði og storkaði öllum meginreglum um sanngirni og varpaði ekki aðeins þjóð okkar, heldur gildum okkar, fyrir róða,“ sagði Abrams.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira