Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun