Gott kynlíf Bjarni Karlsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun