Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30 lítum við til veðurs og ástæða til á Suðvestur- og Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir hviðum upp í fjörutíu metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum, veginum milli Hvolsvallar og Víkur en einnig kafla í Öræfum. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um fjölda vinnuslysa en yfir tvö þúsund slys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017. Þriðjungur slysanna voru meðal starfsmanna hins opinbera.

Við fjöllum um mikla fjölgun Pólverja á Íslandi en pólskar konur fæða fleiri börn hér á landi en í heimalandinu. Við tökum stöðuna á kjaramálum, fáum að vita hvaða algengu mistök fólk gerir við starfslok og skoðum áhugaverða sýningu um eftirlýsta Íslendinga.

Allt þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×