Uss! Haukur Örn Birgisson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar