Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 20:30 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga. Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga.
Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30