Bjóðum út bílastæðin Hildur Björnsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar