Klókir njósnarar Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun